Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason skrifar 20. september 2021 07:00 Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sveitarstjórnarmál Bragi Bjarnason Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun