Mikið var um dýrðir á hátíðarsýningu íslensku kvikmyndarinnar Dýrsins í Háskólabíó. Hér er forsetafrúin Eliza Reid ásamt leikurunum Hilmi Snæ og Birni Hlyni og leikstjóranum Valdimar Jóhannssyni.Gunnar Freyr
Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta.
Dýrið vakti gríðarlega athygli á frumsýningunni á Kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum í gær.
Dýrið hefur hlotið mikið lof gagnrýnanda. Gunnar FreyrLeikkonan Ilmur Kristjánsdóttir ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni. Gunnar FreyrTinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson.Gunnar FreyrFjölmiðlaparið Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson.Gunnar FreyrKærustuparið Jóna Elísabet Ottesen og Steingrímur Ingi Stefánsson í góðum félagsskap. Gunnar FreyrLeikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusardóttir ásamt leikaranum Arnmundii Ernst Backman.Gunnar FreyrGuðni Hilmar Halldórsson og Bjarki Guðjónsson ásamt Jóni Gunnari Geirdal.Gunnar Freyr
Hér fyrir neðan má sjá stikluna fyrir kvikmyndina Dýrið.
Valdimar Jóhannsson leikstjóri ræddi myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Í dag var tilkynnt að Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga hafi verið valin til sýningar á stærstu kvikmyndahátíð Englands, BFI London Film Festival.
Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni.