Facebook þarf að afhenda gögn um þjóðarmorð á róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 10:34 Hatur á róhingjum í Búrma var dreift víða á Facebook í aðdraganda þjóðarmorðsins á þeim. Facebook brást seint við og hefur neitað að veita upplýsingar um reikninga sem það eyddi vegna færslnanna. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum skipaði samfélagsmiðlarisanum Facebook að gera opinber gögn um reikninga sem tengdust þjóðarmorði á róhingjum í Búrma en var lokað. Skammaði hann Facebook fyrir að afhenda ekki alþjóðlegum rannsakendum gögnin. Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög. Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög.
Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira