Slakt ár hjá Katrínu Tönju kallar á sérstaka greiningu frá Morning Chalk Up Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur verið við æfingar á Íslandi undanfarið. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sýnt ótrúlegan stöðugleika í sinni íþrótt undanfarin ár og þó hún hafi ekki bætt við fleiri heimsmeistaratitlum frá 2016 þá hefur hún alltaf verið í toppbaráttunni á heimsleikunum eða þar til í ár. Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr. CrossFit Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr.
CrossFit Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira