Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir skrifar 24. september 2021 09:30 Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Íslenska krónan Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar