„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 22:29 Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður segist bjartsýn fyrir kvöldinu. Vísir Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira