Ljóst að margir hafi ekki verið með hugann við sóttvarnir um helgina Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að kosningavökur og fögnuðir tengdum fótbolta helgarinnar muni ekki koma í bakið á mönnum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að mannamót helgarinnar – bæði kosningavökur stjórnmálaflokka og fögnuðir tengdum fótbolta – komi ekki til með að skila sér í fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu. Hann segir ljóst að margir hafi ekki sérstaklega haft hugann við sóttvarnir um liðna helgi og að hann voni að það komi ekki í bakið á okkur. Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira