Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. september 2021 07:01 Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, ásamt nemendum í leiðtoganámi fyrir verslunarstjóra fyrirtækisins sem mótað var í samvinnu við háskólann á Bifröst. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. Við vonumst til að árangurinn sé að þeir stjórnendur sem fara í gegnum námið geti tekið virkan þátt í starfi fyrirtækisins og miðlað sinni hæfni og færni áfram, geti leitt vinnustaði áfram í síbreytilegu umhverfi með mannlega forystu að leiðarljósi,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa um leiðtoganámið. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun verður fjallað um tvær leiðir til leiðtoganáms fyrir starfsfólk og vinnustaði. Sterkari liðsheild: Starfsfólkið og vinnustaðurinn Leiðtoganámið er undir yfirskriftinni Forysta til framtíðar og býðst verslunarstjórum verslana Samkaupa sem eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Leiðtoganámið er leið til að auka á hæfni og þekkingu stjórnenda, sem skilar sér síðan í sterkari liðsheild fyrir fyrirtækið. „Með forystunáminu erum við að auka hæfni og þekkingu stjórnenda á þessum vettvangi auk þessu að bjóða þeim verkfæri og aðferðir sem þeir geta nýtt til að skapa samhenta liðsheild, þar sem þeir læra að byggja á styrkleikum starfsfólk, að nýta aðferðir markþjálfunar í samskiptum og að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi,“ segir Gunnur Líf. Gunnur Líf segir mikilvægt að starfsfólk fái tækifæri til að þróast sem leiðtogar og styrkja sig sem einstaklingar. Hver nemandi horfir innavið og kafar dýpra, lærir á sjálfan sig sem leiðtoga og hvað það er sem hann sem einstaklingur þarf að vinna með hverju sinni.“ Allt ofangreint segir Gunnur Líf fyrirtækið uppskera af. „Árangurinn mælist einna helst í því að hver og einn tekur þátt í náminu, heilshugar og smátt og smátt, sjáum við styrkingu á menningunni og hugarfarinu, sem smitast inn á hvern vinnustað. Þó við séum enn komin stutt af stað, þá erum strax farin að sjá árangur af náminu, þar sem jafningjastuðningur er orðinn sterkari á milli nemenda.“ Gunnur Líf Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Samkaupa.Vísir/Vilhelm Námið og nemendur Að sögn Gunnars byggir námið á fjórum staðlotum sem hafa mismunandi áherslu. Samtals telur námið 300 stundir og nær yfir níu mánaða tímabil. Staðloturnar eru kenndar á Bifröst þar sem bæði kennarar frá Samkaupum og Bifröst miðla af þekkingu sinni og reynslu. Á milli staðlota eru svo rafrænir fundir, einstaklingsverkefni og hópverkefni. „Loturnar skiptast upp í mannlega forystu, þar sem áherslan er á styrkleikanálgun. Stefnumiðaða forystu, þar sem farið er í árangursríka forystu, leiðtogafræðin og liðsheild. Gildamiðuð forysta þar sem kafað er í menningu og hugarfar, virka hlustun og virkni starfsmanna auk þjónustu og gæði,“ segir Gunnur Líf og bætir við: „Síðasta lotan byggir síðan á upplýsingamiðaðri forystu, þar sem farið er á dýptina í samskipti og upplýsingamiðlun auk þrautseigjuþjálfunar.“ Átta nemendur eru í náminu í dag og segir Gunnur Líf að strax hafi verið ákveðið að nemendur væru ekki fleiri en tíu í hvert sinn. Enda erum við að skapa traust, tengsl og vináttubönd innan hópsins í hvert skipti,“ segir Gunnur Líf og bendir á að sá jafningjastuðningur sem hópurinn upplifir í náminu sé ekki síst mikilvægur. Kynjahlutföllin eru jöfn en yngsti nemandinn er 25 ára og sá elsti 58 ára. Að móta námið og halda utan um það er í höndum Gunnar, Guðrúnar Snorradóttur frá Human Leader og Haraldar Daða Ragnarssonar kennara á Bifröst. Gunnur segist afar ánægð með hvernig teymið hefur náð að byggja upp faglegt en praktískt nám, enda byggi það á raunverulegum verkefnum og áskorunum sem stjórnendur Samkaupa eru að fást við alla daga. Forystunámið er komið til að vera Að sögn Gunnar er forystunámið einn hlekkur af menntavegferð Samkaupa. Í þeirri menntavegferð gefst starfsfólki tækifæri samhliða vinnu og með fullum stuðningi Samkaupa, að mennta sig allt frá Fagprófi verslunar og þjónustu, að klára stúdentspróf og halda áfram upp í háskólanám. Í heild sinni snúist menntavegferðin um að þjálfa og mennta starfsfólk sem leið til að mæta síbreytulegu umhverfi verslana og byggja upp undirstöður fyrir framtíðarstjórnendur félagsins. „Ég er strax farin að skrá niður nöfn áhugasamra einstaklinga sem stefna á að vera með í næsta hóp forystunámsins og því erum við afar jákvæð fyrir framtíð okkar verslunarstjóra,“ segir Gunnur Líf og bætir við: „Náminu lýkur svo í stjórnendaferð til Danmerkur, þar sem nemendur fá tækifæri til að hitta stjórnendur Coop í Danmörku. Þar fá okkar stjórnendur að tengjast verslunarstjórum í Danmörku, sem munu taka á móti nemendum í nokkurskonar handleiðslu, miðla sinni þekkingu en við vitum að þau eru einnig að fást við sömu áskoranir og verkefni.“ Skóla - og menntamál Starfsframi Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Við vonumst til að árangurinn sé að þeir stjórnendur sem fara í gegnum námið geti tekið virkan þátt í starfi fyrirtækisins og miðlað sinni hæfni og færni áfram, geti leitt vinnustaði áfram í síbreytilegu umhverfi með mannlega forystu að leiðarljósi,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa um leiðtoganámið. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun verður fjallað um tvær leiðir til leiðtoganáms fyrir starfsfólk og vinnustaði. Sterkari liðsheild: Starfsfólkið og vinnustaðurinn Leiðtoganámið er undir yfirskriftinni Forysta til framtíðar og býðst verslunarstjórum verslana Samkaupa sem eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Leiðtoganámið er leið til að auka á hæfni og þekkingu stjórnenda, sem skilar sér síðan í sterkari liðsheild fyrir fyrirtækið. „Með forystunáminu erum við að auka hæfni og þekkingu stjórnenda á þessum vettvangi auk þessu að bjóða þeim verkfæri og aðferðir sem þeir geta nýtt til að skapa samhenta liðsheild, þar sem þeir læra að byggja á styrkleikum starfsfólk, að nýta aðferðir markþjálfunar í samskiptum og að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi,“ segir Gunnur Líf. Gunnur Líf segir mikilvægt að starfsfólk fái tækifæri til að þróast sem leiðtogar og styrkja sig sem einstaklingar. Hver nemandi horfir innavið og kafar dýpra, lærir á sjálfan sig sem leiðtoga og hvað það er sem hann sem einstaklingur þarf að vinna með hverju sinni.“ Allt ofangreint segir Gunnur Líf fyrirtækið uppskera af. „Árangurinn mælist einna helst í því að hver og einn tekur þátt í náminu, heilshugar og smátt og smátt, sjáum við styrkingu á menningunni og hugarfarinu, sem smitast inn á hvern vinnustað. Þó við séum enn komin stutt af stað, þá erum strax farin að sjá árangur af náminu, þar sem jafningjastuðningur er orðinn sterkari á milli nemenda.“ Gunnur Líf Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Samkaupa.Vísir/Vilhelm Námið og nemendur Að sögn Gunnars byggir námið á fjórum staðlotum sem hafa mismunandi áherslu. Samtals telur námið 300 stundir og nær yfir níu mánaða tímabil. Staðloturnar eru kenndar á Bifröst þar sem bæði kennarar frá Samkaupum og Bifröst miðla af þekkingu sinni og reynslu. Á milli staðlota eru svo rafrænir fundir, einstaklingsverkefni og hópverkefni. „Loturnar skiptast upp í mannlega forystu, þar sem áherslan er á styrkleikanálgun. Stefnumiðaða forystu, þar sem farið er í árangursríka forystu, leiðtogafræðin og liðsheild. Gildamiðuð forysta þar sem kafað er í menningu og hugarfar, virka hlustun og virkni starfsmanna auk þjónustu og gæði,“ segir Gunnur Líf og bætir við: „Síðasta lotan byggir síðan á upplýsingamiðaðri forystu, þar sem farið er á dýptina í samskipti og upplýsingamiðlun auk þrautseigjuþjálfunar.“ Átta nemendur eru í náminu í dag og segir Gunnur Líf að strax hafi verið ákveðið að nemendur væru ekki fleiri en tíu í hvert sinn. Enda erum við að skapa traust, tengsl og vináttubönd innan hópsins í hvert skipti,“ segir Gunnur Líf og bendir á að sá jafningjastuðningur sem hópurinn upplifir í náminu sé ekki síst mikilvægur. Kynjahlutföllin eru jöfn en yngsti nemandinn er 25 ára og sá elsti 58 ára. Að móta námið og halda utan um það er í höndum Gunnar, Guðrúnar Snorradóttur frá Human Leader og Haraldar Daða Ragnarssonar kennara á Bifröst. Gunnur segist afar ánægð með hvernig teymið hefur náð að byggja upp faglegt en praktískt nám, enda byggi það á raunverulegum verkefnum og áskorunum sem stjórnendur Samkaupa eru að fást við alla daga. Forystunámið er komið til að vera Að sögn Gunnar er forystunámið einn hlekkur af menntavegferð Samkaupa. Í þeirri menntavegferð gefst starfsfólki tækifæri samhliða vinnu og með fullum stuðningi Samkaupa, að mennta sig allt frá Fagprófi verslunar og þjónustu, að klára stúdentspróf og halda áfram upp í háskólanám. Í heild sinni snúist menntavegferðin um að þjálfa og mennta starfsfólk sem leið til að mæta síbreytulegu umhverfi verslana og byggja upp undirstöður fyrir framtíðarstjórnendur félagsins. „Ég er strax farin að skrá niður nöfn áhugasamra einstaklinga sem stefna á að vera með í næsta hóp forystunámsins og því erum við afar jákvæð fyrir framtíð okkar verslunarstjóra,“ segir Gunnur Líf og bætir við: „Náminu lýkur svo í stjórnendaferð til Danmerkur, þar sem nemendur fá tækifæri til að hitta stjórnendur Coop í Danmörku. Þar fá okkar stjórnendur að tengjast verslunarstjórum í Danmörku, sem munu taka á móti nemendum í nokkurskonar handleiðslu, miðla sinni þekkingu en við vitum að þau eru einnig að fást við sömu áskoranir og verkefni.“
Skóla - og menntamál Starfsframi Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00
Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00
Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01
Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01