„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 00:18 Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Samsett Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. Landskjörstjórn gaf út í kvöld að hún hafi ekki fengið staðfestingu á því að rétt hafi verið staðið að meðferð og varðveislu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Kemur það í hlut kjörbréfanefndar þingsins að úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Þetta er auðvitað bara mjög óheppilegt mál og lýðræðislegar kosningar eru grundvallarstofnun í samfélaginu. Það skiptir svo rosalega miklu máli að fólk geti treyst þeim og mál eins og þetta grefur auðvitað undan því trausti,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Hann bætir við að það sé hornsteinn virks lýðræðis að kosningarnar séu hafnar yfir allan vafa og að framkvæmd þeirra sé rétt og farið að lögum. Aðspurður um hvort að hann vilji að boðað verði til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi segir Daði að það komi í hlut Alþingis að ákveða það. Enginn góður kostur sé í stöðunni. „Það að vera dómari í málum sem beinlínis snúa að því hvernig þú ert ráðinn til starfa hlýtur auðvitað að fela í sér ákveðin vandamál. Þingið sem tekur afstöðu hefur auðvitað af því ríka hagsmuni að þetta kerfi sé í lagi en hættan er auðvitað sú að þeim hugnist ekkert endilega sumir valkostirnir,“ segir Daði. Kjörgögnin handónýt Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir „stórfurðulegt“ að yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hyggist standa á niðurstöðum endurtalningarinnar eftir að margir ágallar komu í ljós. Karl hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglunnar á Vesturlandi. Hann er ekki alls ókunnugur kosningum en hann var formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í 18 ár, og hefur verið sýslumaður, alþingismaður og nefndarmaður í kjörbréfanefnd Alþingis. „Ég tel þessi gögn vera handónýt eftir að þau hafa verið þarna í salnum án innsigla og algjörlega eftirlitslaus.“ Karl segir það einnig alvarlegt að yfirkjórstjórn hafi úrskurðað um vafaatkvæði í endurtalningunni án þess að umboðsmenn framboða væru viðstaddir. Eini kosturinn sem kosningalögin bjóði upp á sé að boðið verði til uppkosningar og aftur kosið í Norðvesturkjördæmi. „Alþingi getur ekki gefið út kjörbréf á grundvelli þessarar talningar, það er algjörlega útilokað.“ „Eina ráðið virðist vera að fara í uppkosningu sem er auðvitað stór galli og erfið leið en ef það er til að láta lýðræðið virka þá þarf að gera það.“ Harkaleg lögbrot Karl áréttar að ekkert hafi verið að framkvæmd kosninganna sjálfra en alvarleg feilspor hafi verið stigin þegar yfirkjörstjórnin ákvað að telja aftur. „Síðan gerist eitthvað óskiljanlegt og menn ætla að standa á því. Þau koma þarna í salinn þar sem var ekki innsigli eða neitt, telja án umboðsmanna, úrskurða um alls kyns atkvæði og það breytast þarna tugir atkvæða sem breyta niðurstöðunni um allt land.“ „Þetta er eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er og það er ekki hægt að líða þetta.“ Endurtalningin sé þar með handónýt að öllu leyti. Geti ekki sett undir sig hausinn Karl Gauti segir að nú reyni á Alþingi: „Ætla menn að samþykkja að þessi vinnubrögð séu bara í lagi með því að samþykkja kjörbréf þingmanna? Að mínu viti væri sú niðurstaða algjör fjarstæða.“ Hann segist hafa trú á lýðræðinu og réttlætinu og voni að Alþingi geri hið rétta í stöðunni. „Traust á kosningum verður að vera til staðar og menn geta ekki bara sett undir sig hausinn og ætla sér að vaða í gegnum þennan skafl.“ Karl telur það vera galla á löggjöfinni að ekki sé hægt að endurskoða ákvarðanir yfirkjörstjórnar. Til að mynda geti landskjörstjórn einungis beint tilmælum til þeirra en ekki krafist breytinga á skýrslum. „Það er enginn sem endurskoðar þessi úrslit nema Alþingi. Það er auðvitað galli og auðvitað er líka galli að fara í uppkosningu þar sem fólk getur tekið mið af óákjósanlegum niðurstöðum og hagað atkvæði sínu á annan hátt. En ég held að lýðræðið verði að bera sigur úr býtum í þessu máli.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Landskjörstjórn gaf út í kvöld að hún hafi ekki fengið staðfestingu á því að rétt hafi verið staðið að meðferð og varðveislu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Kemur það í hlut kjörbréfanefndar þingsins að úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Þetta er auðvitað bara mjög óheppilegt mál og lýðræðislegar kosningar eru grundvallarstofnun í samfélaginu. Það skiptir svo rosalega miklu máli að fólk geti treyst þeim og mál eins og þetta grefur auðvitað undan því trausti,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Hann bætir við að það sé hornsteinn virks lýðræðis að kosningarnar séu hafnar yfir allan vafa og að framkvæmd þeirra sé rétt og farið að lögum. Aðspurður um hvort að hann vilji að boðað verði til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi segir Daði að það komi í hlut Alþingis að ákveða það. Enginn góður kostur sé í stöðunni. „Það að vera dómari í málum sem beinlínis snúa að því hvernig þú ert ráðinn til starfa hlýtur auðvitað að fela í sér ákveðin vandamál. Þingið sem tekur afstöðu hefur auðvitað af því ríka hagsmuni að þetta kerfi sé í lagi en hættan er auðvitað sú að þeim hugnist ekkert endilega sumir valkostirnir,“ segir Daði. Kjörgögnin handónýt Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir „stórfurðulegt“ að yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hyggist standa á niðurstöðum endurtalningarinnar eftir að margir ágallar komu í ljós. Karl hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglunnar á Vesturlandi. Hann er ekki alls ókunnugur kosningum en hann var formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í 18 ár, og hefur verið sýslumaður, alþingismaður og nefndarmaður í kjörbréfanefnd Alþingis. „Ég tel þessi gögn vera handónýt eftir að þau hafa verið þarna í salnum án innsigla og algjörlega eftirlitslaus.“ Karl segir það einnig alvarlegt að yfirkjórstjórn hafi úrskurðað um vafaatkvæði í endurtalningunni án þess að umboðsmenn framboða væru viðstaddir. Eini kosturinn sem kosningalögin bjóði upp á sé að boðið verði til uppkosningar og aftur kosið í Norðvesturkjördæmi. „Alþingi getur ekki gefið út kjörbréf á grundvelli þessarar talningar, það er algjörlega útilokað.“ „Eina ráðið virðist vera að fara í uppkosningu sem er auðvitað stór galli og erfið leið en ef það er til að láta lýðræðið virka þá þarf að gera það.“ Harkaleg lögbrot Karl áréttar að ekkert hafi verið að framkvæmd kosninganna sjálfra en alvarleg feilspor hafi verið stigin þegar yfirkjörstjórnin ákvað að telja aftur. „Síðan gerist eitthvað óskiljanlegt og menn ætla að standa á því. Þau koma þarna í salinn þar sem var ekki innsigli eða neitt, telja án umboðsmanna, úrskurða um alls kyns atkvæði og það breytast þarna tugir atkvæða sem breyta niðurstöðunni um allt land.“ „Þetta er eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er og það er ekki hægt að líða þetta.“ Endurtalningin sé þar með handónýt að öllu leyti. Geti ekki sett undir sig hausinn Karl Gauti segir að nú reyni á Alþingi: „Ætla menn að samþykkja að þessi vinnubrögð séu bara í lagi með því að samþykkja kjörbréf þingmanna? Að mínu viti væri sú niðurstaða algjör fjarstæða.“ Hann segist hafa trú á lýðræðinu og réttlætinu og voni að Alþingi geri hið rétta í stöðunni. „Traust á kosningum verður að vera til staðar og menn geta ekki bara sett undir sig hausinn og ætla sér að vaða í gegnum þennan skafl.“ Karl telur það vera galla á löggjöfinni að ekki sé hægt að endurskoða ákvarðanir yfirkjörstjórnar. Til að mynda geti landskjörstjórn einungis beint tilmælum til þeirra en ekki krafist breytinga á skýrslum. „Það er enginn sem endurskoðar þessi úrslit nema Alþingi. Það er auðvitað galli og auðvitað er líka galli að fara í uppkosningu þar sem fólk getur tekið mið af óákjósanlegum niðurstöðum og hagað atkvæði sínu á annan hátt. En ég held að lýðræðið verði að bera sigur úr býtum í þessu máli.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira