Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 15:13 Kristi Noem er sökuð um að hafa misnotað vald sitt sem ríkisstjóri þegar hún tryggði dóttur sinni leyfi sem opinber matsmaður fasteigna. AP/Charlie Neibergall Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. Kristi Noem hefur verið talin vonarstjarna innan Repúblikanaflokksins. Hún er 49 ára gömul, ríkisstjóri á fyrsta kjörtímabili og hefur ítrekað verið nefnd í samhengi við forval flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2024. Hún hefur verið ötul stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi forseti, og hún þráaðist við að grípa til harðra aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum. Það hefur skapað henni vinsældir margra repúblikana jafnvel þó að dauðsföll í faraldrinum í fámennu Suður-Dakóta séu mörg miðað við höfðatölu. Gamanið hefur kárnað hjá Noem upp á síðkastið eftir að upplýst var að hún hefði beitt sér til þess að dóttir hennar fengi leyfi sem matsmaður fasteigna. Dótturinni var upphaflega synjað um leyfið. Noem kallaði þá á ríkisstarfsmanninn sem synjaði henni um leyfið á fund með sér og dóttur sinni sem fékk leyfið ekki löngu síðar. Starfsmaðurinn hætti störfum í kjölfarið. Inn í vandamál Noem blandast sögusagnir um að hún haldi fram hjá eiginmanni sínum með Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Lewandowski er á sama tíma sakaður um að hafa áreitt fjárhagslegan stuðninigsmann Trump kynferðislega og lét hann af störfum hjá pólitískri aðgerðanefnd fyrrverandi forsetans í gær. Dómsmálaráðherra sem varð manni að bana kannar málið Jason Ravnsborg, dómsmálaráðherra Suður-Dakóta, fer nú yfir kvartanir ríkisþingmanna um fund Noem með dóttur sinni og ríkisstarfsmanninum sem synjaði henni um leyfið í fyrra. AP-fréttastofan sagði frá því í vikunni að Noem hefði haldið fundinn skömmu eftir að ríkisstarfsmaðurinn synjaði dóttur hennar um starfsleyfi sem formlegur fasteignamatsmaður í fyrra. Dóttirin fékk leyfið fjórum mánuðum seinna. Starfsmaðurinn sem stýrði stofnuninni sem fjallaði um umsóknina var þvingaður til þess að segja af sér í framhadlinu. Honum voru greiddir 200.000 dollarar, jafnvirði rúmra 26 milljóna íslenskra króna, til þess að hætta og draga kvörtun til baka. Noem hefur neitað að svara spurningum um málið og talsmaður hennar segir fréttirnar pólitískar árásir á ríkisstjórann. Þó að Noem og Ravnsborg dómsmálaráðherra séu bæði repúblikanar er þeim ekki vel til vina. Noem þrýsti á Ravnsborg að segja af sér eftir að hann ók á mann sem var á gangi við hraðbraut og varð honum að bana í fyrra. Ríkisþing Suður-Dakóta ætlar að koma saman í nóvember til að ræða um hvort rétt sé að kæra Ravnsborg fyrir embættisbrot en hann hefur sjálfur þverneitað að segja af sér. Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningstjóri Trump. Hann var rekinn sem forsvarsmaður pólitísku aðgerðanefndarinnar Trump Make America Great Again eftir ásakanir um að hann hefði áreitt stuðningskonu nefndarinnar kynferðislega í gær.Vísir/EPA Viðbjóðslegar lygar um framhjáhald með ráðgjafa Trump Til að nudda salti í sár Noem birti íhaldssöm vefsíða ásakanir um að Noem ætti í leynilegu ástarsambandi við Lewandowski. Þau hafa verið í miklum samskiptum í tengslum við stjórnmálaviðburði en Lewandowski stýrði þar til í gær pólitiskri aðgerðanefnd fyrir Trump, að sögn Washington Post. Noem lýsti þeim sögusögnum sem „algeru rusli og viðbjóðslegum lygum“ í tísti í gær. Sagðist hún unna eiginmanni sínum og stolt af guðhræddri fjölskyldu þeirra hjóna. These rumors are total garbage and a disgusting lie. These old, tired attacks on conservative women are based on a falsehood that we can't achieve anything without a man's help.I love Bryon. I'm proud of the God-fearing family we've raised together. Now I'm getting back to work— Governor Kristi Noem (@govkristinoem) September 29, 2021 Lewandowski er sjálfur í kröppum dansi því kona sem hefur lagt aðgerðanefndinni til fé sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega, þuklað á sér og misboðið með soratali á góðgerðaviðburði í Las Vegas í síðustu viku. Talsmaður Trump sagði að Lewandowski stýrði aðgerðanefndinni ekki lengur í gærkvöldi. Honum hefði verið ýtt til hliðar. Lewandowski out, per Trump spokesman: Pam Bondi has our complete faith and confidence in taking over MAGA Action. Corey Lewandowski will be going on to other endeavors and we very much want to thank him for his service. He will no longer be associated with Trump World. — Maggie Haberman (@maggieNYT) September 30, 2021 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lewandowski er sakaður um ofbeldi gegn konu. Í kosningabaráttunni árið 2016 greip hann í blaðakonu Breitbart, hægrisinnaðs vefmiðils, og dró hana frá þegar hún ætlaði að spyrja Trump spurninga eftir blaðamannafund á Flórída. Trump rak Lewandowski en hann var þó fljótt kominn aftur í náðina hjá þáverandi forsetanum. Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Kristi Noem hefur verið talin vonarstjarna innan Repúblikanaflokksins. Hún er 49 ára gömul, ríkisstjóri á fyrsta kjörtímabili og hefur ítrekað verið nefnd í samhengi við forval flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2024. Hún hefur verið ötul stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi forseti, og hún þráaðist við að grípa til harðra aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum. Það hefur skapað henni vinsældir margra repúblikana jafnvel þó að dauðsföll í faraldrinum í fámennu Suður-Dakóta séu mörg miðað við höfðatölu. Gamanið hefur kárnað hjá Noem upp á síðkastið eftir að upplýst var að hún hefði beitt sér til þess að dóttir hennar fengi leyfi sem matsmaður fasteigna. Dótturinni var upphaflega synjað um leyfið. Noem kallaði þá á ríkisstarfsmanninn sem synjaði henni um leyfið á fund með sér og dóttur sinni sem fékk leyfið ekki löngu síðar. Starfsmaðurinn hætti störfum í kjölfarið. Inn í vandamál Noem blandast sögusagnir um að hún haldi fram hjá eiginmanni sínum með Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Lewandowski er á sama tíma sakaður um að hafa áreitt fjárhagslegan stuðninigsmann Trump kynferðislega og lét hann af störfum hjá pólitískri aðgerðanefnd fyrrverandi forsetans í gær. Dómsmálaráðherra sem varð manni að bana kannar málið Jason Ravnsborg, dómsmálaráðherra Suður-Dakóta, fer nú yfir kvartanir ríkisþingmanna um fund Noem með dóttur sinni og ríkisstarfsmanninum sem synjaði henni um leyfið í fyrra. AP-fréttastofan sagði frá því í vikunni að Noem hefði haldið fundinn skömmu eftir að ríkisstarfsmaðurinn synjaði dóttur hennar um starfsleyfi sem formlegur fasteignamatsmaður í fyrra. Dóttirin fékk leyfið fjórum mánuðum seinna. Starfsmaðurinn sem stýrði stofnuninni sem fjallaði um umsóknina var þvingaður til þess að segja af sér í framhadlinu. Honum voru greiddir 200.000 dollarar, jafnvirði rúmra 26 milljóna íslenskra króna, til þess að hætta og draga kvörtun til baka. Noem hefur neitað að svara spurningum um málið og talsmaður hennar segir fréttirnar pólitískar árásir á ríkisstjórann. Þó að Noem og Ravnsborg dómsmálaráðherra séu bæði repúblikanar er þeim ekki vel til vina. Noem þrýsti á Ravnsborg að segja af sér eftir að hann ók á mann sem var á gangi við hraðbraut og varð honum að bana í fyrra. Ríkisþing Suður-Dakóta ætlar að koma saman í nóvember til að ræða um hvort rétt sé að kæra Ravnsborg fyrir embættisbrot en hann hefur sjálfur þverneitað að segja af sér. Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningstjóri Trump. Hann var rekinn sem forsvarsmaður pólitísku aðgerðanefndarinnar Trump Make America Great Again eftir ásakanir um að hann hefði áreitt stuðningskonu nefndarinnar kynferðislega í gær.Vísir/EPA Viðbjóðslegar lygar um framhjáhald með ráðgjafa Trump Til að nudda salti í sár Noem birti íhaldssöm vefsíða ásakanir um að Noem ætti í leynilegu ástarsambandi við Lewandowski. Þau hafa verið í miklum samskiptum í tengslum við stjórnmálaviðburði en Lewandowski stýrði þar til í gær pólitiskri aðgerðanefnd fyrir Trump, að sögn Washington Post. Noem lýsti þeim sögusögnum sem „algeru rusli og viðbjóðslegum lygum“ í tísti í gær. Sagðist hún unna eiginmanni sínum og stolt af guðhræddri fjölskyldu þeirra hjóna. These rumors are total garbage and a disgusting lie. These old, tired attacks on conservative women are based on a falsehood that we can't achieve anything without a man's help.I love Bryon. I'm proud of the God-fearing family we've raised together. Now I'm getting back to work— Governor Kristi Noem (@govkristinoem) September 29, 2021 Lewandowski er sjálfur í kröppum dansi því kona sem hefur lagt aðgerðanefndinni til fé sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega, þuklað á sér og misboðið með soratali á góðgerðaviðburði í Las Vegas í síðustu viku. Talsmaður Trump sagði að Lewandowski stýrði aðgerðanefndinni ekki lengur í gærkvöldi. Honum hefði verið ýtt til hliðar. Lewandowski out, per Trump spokesman: Pam Bondi has our complete faith and confidence in taking over MAGA Action. Corey Lewandowski will be going on to other endeavors and we very much want to thank him for his service. He will no longer be associated with Trump World. — Maggie Haberman (@maggieNYT) September 30, 2021 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lewandowski er sakaður um ofbeldi gegn konu. Í kosningabaráttunni árið 2016 greip hann í blaðakonu Breitbart, hægrisinnaðs vefmiðils, og dró hana frá þegar hún ætlaði að spyrja Trump spurninga eftir blaðamannafund á Flórída. Trump rak Lewandowski en hann var þó fljótt kominn aftur í náðina hjá þáverandi forsetanum.
Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira