Lífið

Sápu­óperu­stjarnan Michael Tylo er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Leikararnir Michael Tylo og Hunter Tylo voru gift á árunum 1987 til 2005. Þau léku bæði í Glæstum vonum sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja vel.
Leikararnir Michael Tylo og Hunter Tylo voru gift á árunum 1987 til 2005. Þau léku bæði í Glæstum vonum sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja vel. Getty

Bandaríski leikarinn Michael Tylo, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja meðal annars úr sápuóperunum Leiðarljósi (e. Guiding Light) og Glæstum vonum (e. The Bold and the Beautiful), er látinn, 72 ára að aldri.

Hollywood Reporter greinir frá því að fjölskylda Tylo segi hann hafa glímt við sjúkdóm síðustu ár.

Tylo fór með hlutverk Quint Chamberlain í Leiðarljósi á árunum 1981 til 1985 og aftur frá 1996 til 1997. Í þáttunum Glæstum vonum fór hann með hlutverk Sherman Gale.

Hann bjó í Nevada og starfaði síðustu árin sem gestakennari við háskóla í ríkinu.

Tylo fór einnig með hlutverk í sápuóperum á borð við General Hospital, The Young and the Restless og All My Children og þáttunum Jessica Fletcher og Zorro. Hann birtist síðast í þáttunum Nightwing: The Series, árið 2014.

Tylo lætur eftir sig eiginkonuna Rachelle Tylo, og þrjú börn. Hann skildi við The Bold and the Beautiful-leikkonuna Hunter Tylo árið 2005, en saman eignuðust þau þrjú börn. Einn sonur þeirra lést árið 2007. Michael Tylo og Rachelle Tylo eignuðust dótturina Kollette árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.