Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 16:30 Frá samkomu stuðningsmanna Trumps í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið í janúar. AP/John Minchillo Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. Forsetinn þáverandi var bannaður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til ofbeldis, eftir að stuðningsmenn hans reyndu að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump höfðaði mál gegn Twitter, Facebook og Google í sumar. Þá sögðu lögmenn forsetans að samfélagsmiðlafyrirtæki væru óvinveitt bandarískum íhaldsmönnum. Sjá einnig: Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Lögmenn hans höfðuðu svo nýtt mál gegn Twitter í gær. Í dómsskjölum segir að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi lokað á forsetann vegna þrýstings frá pólitískum andstæðingum hans, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.AP/Ben Gray Í dómsskjölunum segja lögmenn Trumps að Twitter veiti Talibönum meira tjáningarfrelsi en forsetanum fyrrverandi. Lögmenn Trumps saka Twitter um ritskoðun og segja forsvarsmenn fyrirtækisins hafa of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Það sé hættulegt lýðræðinu. Í kjölfar þess að Trump tapaði aðgangi sínum að samfélagsmiðlum reyndi hann að stofna eins manns samfélagsmiðil, þar sem stuðningsmenn hans áttu að geta líkað við og dreift stuttum skilaboðum hans til heimsins. Sá samfélagsmiðill, sem var í raun bloggsíða, naut ekki mikilli vinsælda og var fljótt lokað. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Áður en hann var rekinn af Twitter var Trump með rúmlega 88 milljónir fylgjenda og notaði hann samfélagsmiðilinn til að tjá sig um hin ýmsu málefni og jafnvel til þess að reka fólk úr ríkisstjórn sinni. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Twitter Tengdar fréttir Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. 30. september 2021 15:13 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17. september 2021 11:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Forsetinn þáverandi var bannaður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til ofbeldis, eftir að stuðningsmenn hans reyndu að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump höfðaði mál gegn Twitter, Facebook og Google í sumar. Þá sögðu lögmenn forsetans að samfélagsmiðlafyrirtæki væru óvinveitt bandarískum íhaldsmönnum. Sjá einnig: Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Lögmenn hans höfðuðu svo nýtt mál gegn Twitter í gær. Í dómsskjölum segir að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi lokað á forsetann vegna þrýstings frá pólitískum andstæðingum hans, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.AP/Ben Gray Í dómsskjölunum segja lögmenn Trumps að Twitter veiti Talibönum meira tjáningarfrelsi en forsetanum fyrrverandi. Lögmenn Trumps saka Twitter um ritskoðun og segja forsvarsmenn fyrirtækisins hafa of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Það sé hættulegt lýðræðinu. Í kjölfar þess að Trump tapaði aðgangi sínum að samfélagsmiðlum reyndi hann að stofna eins manns samfélagsmiðil, þar sem stuðningsmenn hans áttu að geta líkað við og dreift stuttum skilaboðum hans til heimsins. Sá samfélagsmiðill, sem var í raun bloggsíða, naut ekki mikilli vinsælda og var fljótt lokað. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Áður en hann var rekinn af Twitter var Trump með rúmlega 88 milljónir fylgjenda og notaði hann samfélagsmiðilinn til að tjá sig um hin ýmsu málefni og jafnvel til þess að reka fólk úr ríkisstjórn sinni.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Twitter Tengdar fréttir Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. 30. september 2021 15:13 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17. september 2021 11:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. 30. september 2021 15:13
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50
Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00
Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07
Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17. september 2021 11:54