Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 14:02 Friðrik Jónsson Aðsend Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“ Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“
Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira