Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 15:07 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira