Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 21:08 Verkfræðingar Facebook sitja nú sveittir við að reyna að komast fyrir truflanirnar á helstu þjónustum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48