Telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni skaða kvennaknattspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 23:00 Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar allt þangað til undir lok árs 2022 en ef ákveðið verður að fjölga mótum verða nýir heimsmeistarar krýndir annað hvert ár. Matthias Hangst/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, samtök knattspyrnufélaga í Evrópu sem og fjöldi landssambanda telja að fjölgun heimsmeistaramóta geti haft slæmar afleiðingar fyrir kvennafótboltann í heild sinni. Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða. Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira
Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða.
Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira