Heildarlaunagreiðslur dregist saman um 40 prósent á tólf árum Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 10:26 Starfandi fólki í listgreinum hefur farið fækkandi á seinustu árum. Getty/Jacobs Stock Photography Ltd Heildarlaunagreiðslur í atvinnugreinum menningar hafa dregist saman um 40% á árunum 2008 til 2020 og 25% samdráttur mælst í fjölda starfandi. Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM. Menning Vinnumarkaður Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM.
Menning Vinnumarkaður Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira