„Erfiðasta umhverfið í Evrópu“ og dúnninn í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 12:00 Teitur Örlygsson gaf áhorfendum Körfuboltakvölds innsýn í það hvernig það var að þjálfa í Garðabænum. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson spurði sérfræðinga sína út í það í fyrsta Körfuboltakvöldi vetrarins hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira
Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira