Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:21 Lækkun vaxta undanfarið ár hefur hvatt fólk til að breyta húsnæðislánum úr verðtryggðum í verðtryggð og skapað mikla umframeftirspurn eftir húsnæði. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50