Bláa lónið umhverfisfyrirtæki ársins Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2021 10:35 Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/Vilhelm Bláa lónið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í gær. Þá hlaut heimsendingaþjónustan Aha.is viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir. Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir.
Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira