Boltinn lýgur ekki: Kári verður bestur en veldur Hjálmar vonbrigðum? Boltinn lýgur ekki skrifar 8. október 2021 13:15 Boltinn lýgur ekki er á dagskrá X-ins 977 alla fimmtudaga X977 Liðsmenn útvarpsþáttarins Boltinn lýgur ekki eru mjög spenntir fyrir vetrinum hjá Val og þá sérstaklega Kára Jónssyni. Fyrsti þátturinn var sendur út í gær á X977. Í þætti gærdagsins var annars vegar rætt við Kjartan Atla Kjartanson um tímabilið framundan í Subway-deildum karla og kvenna og hins vegar farið yfir spá þáttarins um Subway-deild karla í vetur ásamt öðrum gesti, Steinari Aronssyni. Valsmönnum var spáð þriðja sæti. Umræða þáttarins um lið Vals fór um víðan völl. Fyrst var Kára Jónssyni mikið hrósað sem og umgjörðinni í kringum liðið. „Bestur í liðinu er Kári Jónsson, ég held að hann verði bestur í deildinni í vetur eða í það minnsta besti íslendingurinn í vetur. Kári var frábær í landsleikjunum um daginn og mínar heimildir á Hlíðarenda segja að hann sé mjög ferskur í löppunum. Mínar heimildir á Hlíðarenda eru reyndar ég að mæta í bumbubolta þar stundum í hádeginu og fer og njósna,“ sagði Sigurður og Steinar var sammála. „Tímabilið hjá Val fer náttúrulega svolítið eftir því hvort Kári verði á Íslandi eða ekki. Ég veit ekki hvort hann sé sjálfur að leita en umboðsmaðurinn hans er pottþétt að því,“ sagði Steinar. Svo upphófst smá æsingur þegar annar þáttarstjórnenda vildi meina að Hjálmar Stefánsson væri líklegastur til þess að valda vonbrigðum þegar hann valdi Hjálmar sem þorpara liðsins. Þorpari hvers liðs er leikmaður sem gæti að mati þáttastjórnenda valdið vonbrigðum. „Þorparinn verður Hjálmar Stefánsson. Valur er með þannig „spacing“ að mögulega verður erfitt fyrir Hjálmar að finna sinn staði í liðinu,“ sagði Sigurður en þessi spá hans var algerlega rökkuð niður í hljóðverinu. Hægt er að hlusta á alla umræðuna um Valsliðið hér að neðan. Klippa: Boltinn lýgur ekki - Kári verður besti leikmaður deildarinnar Útvarpsþátturinn Boltinn Lýgur Ekki hóf göngu sína á X977 í gær. Tómas Steindórsson og Sigurður Orri Kristjánsson stýra þættinum sem er á dagskrá alla fimmtudaga frá 16-18. Hægt verður að nálgast þáttinn eftir útsendingu bæði á Vísir.is og í hlaðvarpsveitum. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Í þætti gærdagsins var annars vegar rætt við Kjartan Atla Kjartanson um tímabilið framundan í Subway-deildum karla og kvenna og hins vegar farið yfir spá þáttarins um Subway-deild karla í vetur ásamt öðrum gesti, Steinari Aronssyni. Valsmönnum var spáð þriðja sæti. Umræða þáttarins um lið Vals fór um víðan völl. Fyrst var Kára Jónssyni mikið hrósað sem og umgjörðinni í kringum liðið. „Bestur í liðinu er Kári Jónsson, ég held að hann verði bestur í deildinni í vetur eða í það minnsta besti íslendingurinn í vetur. Kári var frábær í landsleikjunum um daginn og mínar heimildir á Hlíðarenda segja að hann sé mjög ferskur í löppunum. Mínar heimildir á Hlíðarenda eru reyndar ég að mæta í bumbubolta þar stundum í hádeginu og fer og njósna,“ sagði Sigurður og Steinar var sammála. „Tímabilið hjá Val fer náttúrulega svolítið eftir því hvort Kári verði á Íslandi eða ekki. Ég veit ekki hvort hann sé sjálfur að leita en umboðsmaðurinn hans er pottþétt að því,“ sagði Steinar. Svo upphófst smá æsingur þegar annar þáttarstjórnenda vildi meina að Hjálmar Stefánsson væri líklegastur til þess að valda vonbrigðum þegar hann valdi Hjálmar sem þorpara liðsins. Þorpari hvers liðs er leikmaður sem gæti að mati þáttastjórnenda valdið vonbrigðum. „Þorparinn verður Hjálmar Stefánsson. Valur er með þannig „spacing“ að mögulega verður erfitt fyrir Hjálmar að finna sinn staði í liðinu,“ sagði Sigurður en þessi spá hans var algerlega rökkuð niður í hljóðverinu. Hægt er að hlusta á alla umræðuna um Valsliðið hér að neðan. Klippa: Boltinn lýgur ekki - Kári verður besti leikmaður deildarinnar Útvarpsþátturinn Boltinn Lýgur Ekki hóf göngu sína á X977 í gær. Tómas Steindórsson og Sigurður Orri Kristjánsson stýra þættinum sem er á dagskrá alla fimmtudaga frá 16-18. Hægt verður að nálgast þáttinn eftir útsendingu bæði á Vísir.is og í hlaðvarpsveitum.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira