Skortur á blómkáli og brokkolí rakinn til tollalaga Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 17:30 Skortur hefur verið á ýmsum grænmetistegundum í ár. Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli. Þá hefur sellerí verið ófáanlegt að undanförnu. Félag atvinnurekenda biðlar til Alþingsmanna um að breyta búvörulögum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli í matvöruverslunum á Íslandi um þessar mundir að sögn Félags atvinnurekenda (FA). Á vef félagsins er þessi skortur rakinn til sömu orsaka og landlægur sellerýskortur fyrr í haust, hárra innflutningstolla á innflutt grænmeti á meðan framboð er lítið af innlendri uppskeru. Telur félagið brýnt að vinna bug á skortinum með því að breyta lagaákvæðum sem leggja háa tolla á innflutning á tíma þegar lítið er til af innlendri framleiðslu. Þar segir einnig að innlendir dreifingaraðilar hafi undanfarna viku fengið innan við 10% upp í pantanir sínar af blómkáli og spergilkáli og ekkert sellerí. Fram til 15. október leggist svo háir tollar á þessar vörur, sem geti valdið tvö- til þreföldun á innkaupsverði þeirra. Felldu út ákvæði um skortkvóta Árið 2019 voru felld úr búvörulögum ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn. Þess í stað voru skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru, aðallega grænmeti, á lægri eða engum tolli. Tollar leggjast á spergilkál frá 1. júlí til 15. október og á blómkál og sellerí frá 15. ágúst til 15. október. Félagið segist þá þegar hafa varað við afleiðingunum sem nú hafa komið í ljós. Samkvæmt þeim upplýsingum FA hefur aflað sér er líklegt að eitthvað verði flutt inn í næstu viku af blómkáli og spergilkáli til að bæta úr brýnum skorti, en ljóst er að varan verður að minnsta kosti tvöfalt dýrari en hún þyrfti að vera vegna hinna háu tolla. „Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið“ „Þetta ástand er augljóslega óviðunandi og bitnar hart á neytendum. Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið,“ er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra FA. „Eitt af markmiðum búvörulaga er að nægjanlegt vöruframboð sé ávallt tryggt við breytilegar aðstæður í landinu. Það markmið næst augljóslega ekki eins og lögin eru nú úr garði gerð og blasir við að Alþingi þurfi að breyta þeim. Best væri að það gerðist sem allra fyrst eftir að þing kemur saman í haust.“ Ólafur Stephensen segir þörf á breyting á búvörulögum til að koma í veg fyrir vöruskort.Stöð 2/Arnar Ólafur bendir á að tollvernd sé í raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur, blómkál, spergilkál og sellerí. „Innlenda uppskeran selst alltaf upp. Neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir hana talsvert hærra verð en fyrir innflutt grænmeti. Það er einfaldlega engin þörf á verndartollum í þessu tilviki.“ Neytendur Verslun Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53 Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Á vef félagsins er þessi skortur rakinn til sömu orsaka og landlægur sellerýskortur fyrr í haust, hárra innflutningstolla á innflutt grænmeti á meðan framboð er lítið af innlendri uppskeru. Telur félagið brýnt að vinna bug á skortinum með því að breyta lagaákvæðum sem leggja háa tolla á innflutning á tíma þegar lítið er til af innlendri framleiðslu. Þar segir einnig að innlendir dreifingaraðilar hafi undanfarna viku fengið innan við 10% upp í pantanir sínar af blómkáli og spergilkáli og ekkert sellerí. Fram til 15. október leggist svo háir tollar á þessar vörur, sem geti valdið tvö- til þreföldun á innkaupsverði þeirra. Felldu út ákvæði um skortkvóta Árið 2019 voru felld úr búvörulögum ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn. Þess í stað voru skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru, aðallega grænmeti, á lægri eða engum tolli. Tollar leggjast á spergilkál frá 1. júlí til 15. október og á blómkál og sellerí frá 15. ágúst til 15. október. Félagið segist þá þegar hafa varað við afleiðingunum sem nú hafa komið í ljós. Samkvæmt þeim upplýsingum FA hefur aflað sér er líklegt að eitthvað verði flutt inn í næstu viku af blómkáli og spergilkáli til að bæta úr brýnum skorti, en ljóst er að varan verður að minnsta kosti tvöfalt dýrari en hún þyrfti að vera vegna hinna háu tolla. „Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið“ „Þetta ástand er augljóslega óviðunandi og bitnar hart á neytendum. Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið,“ er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra FA. „Eitt af markmiðum búvörulaga er að nægjanlegt vöruframboð sé ávallt tryggt við breytilegar aðstæður í landinu. Það markmið næst augljóslega ekki eins og lögin eru nú úr garði gerð og blasir við að Alþingi þurfi að breyta þeim. Best væri að það gerðist sem allra fyrst eftir að þing kemur saman í haust.“ Ólafur Stephensen segir þörf á breyting á búvörulögum til að koma í veg fyrir vöruskort.Stöð 2/Arnar Ólafur bendir á að tollvernd sé í raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur, blómkál, spergilkál og sellerí. „Innlenda uppskeran selst alltaf upp. Neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir hana talsvert hærra verð en fyrir innflutt grænmeti. Það er einfaldlega engin þörf á verndartollum í þessu tilviki.“
Neytendur Verslun Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53 Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53
Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43