Náðu að knýja fram upphitaðan körfuboltavöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. október 2021 14:31 Alfa, Signý og Sigurður eiga öll sæti í lýðræðisþingi Grunnskólans í Stykkishólmi. Upphitaður körfuboltavöllur, frisbígolf og slökunarherbergi er á meðal þess sem krakkar í lýðræðisþingi í Stykkishólmi hafa beitt sér fyrir, kosið um og komið í gegn á undanförnum misserum. Krakkarnir segja mikilvægt að þeirra rödd fái líka að heyrast í samfélaginu en eru ekkert endilega vissir um að þá langi á þing. Lýðræðisþingið er mikilvægur liður í Grunnskólanum í Stykkishólmi, en þar geta nemendur í sjöunda til tíunda bekk lagt sitt af mörkum í mótun skólastefnunnar og lagt fram hugmyndir eða tillögur til úrbóta sem skólastjórnendur taka síðan til greina. Skólastjórinn segir það hafa reynst afar vel að hafa nemendur í ráðum og nemendurnir sjálfir eru ekki síður ánægðir. „Við erum búin að vera í þessu síðan í sjöunda bekk, um það bil. Þá fáum við að velja hvort við viljum vera í þessu eða ekki og við vildum það,” segir Signý Rós Sævarsdóttir, nemandi í níunda bekk. Foto: Stykkishólmur/Sigurjón Krakkarnir segjast sammála því að mikilvægt sé að hafa rödd í samfélaginu og að skoðanir þeirra séu teknar til greina. „Við viljum fá að koma með okkar rödd og hugmyndir sem við höfum,” segir Alfa Magðalena Frost, sem er líka í níunda bekk. Nú nýverið fengu nemendurnir nokkurs konar slökunarherbergi sem þeir geta nýtt í frímínútum og annað stórt mál er hádegismaturinn. „Valið í bekknum okkar var pítsa og grjónagrautur. Það er rosalega vinsælt,” segir Signý. Þeim finnst skemmtilegt að fá á vissan hátt að taka þátt í pólitík. „Það hefur góða og slæma tíma,” segir Sigurður Mar Magnússon, í tíunda bekk, sem segist alveg geta hugsað sér að starfa á þingi. Stykkishólmur Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Lýðræðisþingið er mikilvægur liður í Grunnskólanum í Stykkishólmi, en þar geta nemendur í sjöunda til tíunda bekk lagt sitt af mörkum í mótun skólastefnunnar og lagt fram hugmyndir eða tillögur til úrbóta sem skólastjórnendur taka síðan til greina. Skólastjórinn segir það hafa reynst afar vel að hafa nemendur í ráðum og nemendurnir sjálfir eru ekki síður ánægðir. „Við erum búin að vera í þessu síðan í sjöunda bekk, um það bil. Þá fáum við að velja hvort við viljum vera í þessu eða ekki og við vildum það,” segir Signý Rós Sævarsdóttir, nemandi í níunda bekk. Foto: Stykkishólmur/Sigurjón Krakkarnir segjast sammála því að mikilvægt sé að hafa rödd í samfélaginu og að skoðanir þeirra séu teknar til greina. „Við viljum fá að koma með okkar rödd og hugmyndir sem við höfum,” segir Alfa Magðalena Frost, sem er líka í níunda bekk. Nú nýverið fengu nemendurnir nokkurs konar slökunarherbergi sem þeir geta nýtt í frímínútum og annað stórt mál er hádegismaturinn. „Valið í bekknum okkar var pítsa og grjónagrautur. Það er rosalega vinsælt,” segir Signý. Þeim finnst skemmtilegt að fá á vissan hátt að taka þátt í pólitík. „Það hefur góða og slæma tíma,” segir Sigurður Mar Magnússon, í tíunda bekk, sem segist alveg geta hugsað sér að starfa á þingi.
Stykkishólmur Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira