Segir Lennon hafa sundrað Bítlunum Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2021 11:17 Paul McCartney og John Lennon. Getty Bítillinn Paul McCartney segist hafa í tæp fimmtíu ár ranglega verið sakaður um að bera ábyrgð á því að hljómsveitin goðsagnakennda hætti. Í nýju viðtali segir hann John Lennon hafa gengið frá Bítlunum. „John gekk inn í herbergið einn daginn og sagði ég er hættur í Bítlunum. Og hann sagði: „Þetta er spennandi, eins og skilnaður“,“ sagði McCartney við BBC. Margir hafa haldið fram að McCartney hafi hætt í Bítlunum og bundið enda starfsemi hljómsveitarinnar. Samkvæmt BBC verið vísað í fréttatilkynningu frá honum vegna sólóplötu sem hann gaf út árið 1970. Í þeirri tilkynningu sagðist McCartney ekki sjá fyrir sér að hann og Lennon gætu tekið höndum saman aftur. Aðspurður hvort Bítlarnir hefðu getað starfað áfram ef Lennon hefði ekki hætt, sagði McCartney svo vera. „Staðreyndin var sú að John var að hefja nýtt líf með Yoko og hann vildi liggja í rúmi í viku í Amsterdam fyrir frið. Þú gast ekkert sagt við því. Þetta var erfiðasti tími lífs míns,“ sagði McCartney. Í viðtalinu, sem hefur ekki verið birt enn, sagðist McCartney hafa viljað halda áfram. Bítlarnir hefðu verið líf hans og þeir hefðu staðið sig mjög vel. Þeir hafi allir vitað að Bítlarnir væru búnir en átt erfitt með að sætta sig við það. Deilur milli McCartney og Allen Klein, sem var þá tiltölulega nýr umboðsmaður Bítlanna, leiddu svo til þess að McCartney höfðaði mál gegn öllum öðrum meðlimum hljómsveitarinnar. Hann vildi tryggja að Klein sæti ekki uppi með réttinn að allri tónlist Bítlanna. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu verið með Klein í liði. McCartney sagði hina Bítlana hafa þakkað sér fyrir, mörgum árum seinna, að höfða málið og tryggja eignarrétt þeirra að tónlistinni. Tónlist Bretland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
„John gekk inn í herbergið einn daginn og sagði ég er hættur í Bítlunum. Og hann sagði: „Þetta er spennandi, eins og skilnaður“,“ sagði McCartney við BBC. Margir hafa haldið fram að McCartney hafi hætt í Bítlunum og bundið enda starfsemi hljómsveitarinnar. Samkvæmt BBC verið vísað í fréttatilkynningu frá honum vegna sólóplötu sem hann gaf út árið 1970. Í þeirri tilkynningu sagðist McCartney ekki sjá fyrir sér að hann og Lennon gætu tekið höndum saman aftur. Aðspurður hvort Bítlarnir hefðu getað starfað áfram ef Lennon hefði ekki hætt, sagði McCartney svo vera. „Staðreyndin var sú að John var að hefja nýtt líf með Yoko og hann vildi liggja í rúmi í viku í Amsterdam fyrir frið. Þú gast ekkert sagt við því. Þetta var erfiðasti tími lífs míns,“ sagði McCartney. Í viðtalinu, sem hefur ekki verið birt enn, sagðist McCartney hafa viljað halda áfram. Bítlarnir hefðu verið líf hans og þeir hefðu staðið sig mjög vel. Þeir hafi allir vitað að Bítlarnir væru búnir en átt erfitt með að sætta sig við það. Deilur milli McCartney og Allen Klein, sem var þá tiltölulega nýr umboðsmaður Bítlanna, leiddu svo til þess að McCartney höfðaði mál gegn öllum öðrum meðlimum hljómsveitarinnar. Hann vildi tryggja að Klein sæti ekki uppi með réttinn að allri tónlist Bítlanna. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu verið með Klein í liði. McCartney sagði hina Bítlana hafa þakkað sér fyrir, mörgum árum seinna, að höfða málið og tryggja eignarrétt þeirra að tónlistinni.
Tónlist Bretland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent