Neyðarkall! Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson skrifa 13. október 2021 14:01 Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Ragnar Þór Ingólfsson Verðlag Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Sjá meira
Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar