Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2021 21:28 Mikill fjöldi mótmælenda gerði áhlaup á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Brent Stirton/Getty Images Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. Reuters greinir frá og segir að undanförnu hafi alríkisdómarinn Tanya Chutkan dæmt fjóra einstaklinga sem tóku þátt í áhlaupinu til þyngri refsingar en farið var fram á að hálfu ákæruvaldsins. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa gengið um þinghúsið á ólögmætan hátt og tekið þátt í ólöglegum mótmælum. Viðkomandi höfðu allir játað sig seka en um minniháttar brot er að ræða. Fjölbreytt flóra mótmælenda komst inn í þinghúsið.Brent Stirton/Getty Images Þannig dæmdi Chutkan tvo frændur sem tóku þátt í áhlaupinu og tóku sjálfsmyndir af sér í 45 daga fangelsi, saksóknari hafði hins vegar bara farið fram á þrjátíu daga fangelsi. Áður hafði Chutkan dæmt annan sakborning í tveggja vikna fangelsi, þvert á tillögu saksóknara sem lagði til skilorðsbundin dóm. „Það að hafa tekið þátt í atlögu að alríkisstjórn Bandaríkjanna verður að hafa meiri afleiðingar en það að sitja heima hjá sér,“ sagði Chutkan í einum af réttarhöldunum. 650 ákærðir Alls hafa 650 verið ákærðir fyrir þátt sinn í áhlaupinu þegar stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gátu ekki sætt sig við úrslit forsetakosninganna og gerðu áhlaup á þinghúsið 6. janúar þegar þingheimur var við það að staðfesta úrslit kosninganna. Fjórir létust í áhlaupinu og fjölmargir slösuðust. Hundrað manns hafa játað sig seka og sautján af þeim hafa þegar hlotið dóm. Chutkan var skipuð í embætti alríkisdómara af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Reuters greinir frá og segir að undanförnu hafi alríkisdómarinn Tanya Chutkan dæmt fjóra einstaklinga sem tóku þátt í áhlaupinu til þyngri refsingar en farið var fram á að hálfu ákæruvaldsins. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa gengið um þinghúsið á ólögmætan hátt og tekið þátt í ólöglegum mótmælum. Viðkomandi höfðu allir játað sig seka en um minniháttar brot er að ræða. Fjölbreytt flóra mótmælenda komst inn í þinghúsið.Brent Stirton/Getty Images Þannig dæmdi Chutkan tvo frændur sem tóku þátt í áhlaupinu og tóku sjálfsmyndir af sér í 45 daga fangelsi, saksóknari hafði hins vegar bara farið fram á þrjátíu daga fangelsi. Áður hafði Chutkan dæmt annan sakborning í tveggja vikna fangelsi, þvert á tillögu saksóknara sem lagði til skilorðsbundin dóm. „Það að hafa tekið þátt í atlögu að alríkisstjórn Bandaríkjanna verður að hafa meiri afleiðingar en það að sitja heima hjá sér,“ sagði Chutkan í einum af réttarhöldunum. 650 ákærðir Alls hafa 650 verið ákærðir fyrir þátt sinn í áhlaupinu þegar stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gátu ekki sætt sig við úrslit forsetakosninganna og gerðu áhlaup á þinghúsið 6. janúar þegar þingheimur var við það að staðfesta úrslit kosninganna. Fjórir létust í áhlaupinu og fjölmargir slösuðust. Hundrað manns hafa játað sig seka og sautján af þeim hafa þegar hlotið dóm. Chutkan var skipuð í embætti alríkisdómara af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35
Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45