Fékk lag frá Hildi Guðnadóttur í stuttmyndina sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 15:00 Eydís Eirvar tilnefnd til Eddunnar 2019 fyrir stuttmynd sína Islandia. AÐsent Eydís Eir Brynju- og Björnsdóttir gaf nýlega út stuttmyndina Chrysalis. Myndin fjallar um Tourette heilkennið og í aðalhlutverki er 13 ára stúlka. Lag eftir margverðlaunaða tónskáldið Hildi Guðnadóttur er notað í myndinni. Eydís Eir er nýkomin heim frá Prag eftir nám í FAMU. Lokaverkefnið hennar var stuttmynd tekin á 16 mm filmu og er með tónlist eftir Hildi Guðnadóttur. Eydís var tilnefnd til Eddunnar 2019 fyrir stuttmynd sína Islandia sem var byggð á eigin reynslu þegar hún ferðaðist erlendis og lenti í fangelsi fyrir það eina að kæra ofbeldið sem hún var fyrir. Myndin ferðaðist á fjölmörg festivöl eins og hina virtu kvikmyndahátíð Austin film festival. „Chrysalis er hins vegar mjög ólík Islandia. Myndin er súrrealískur, tilraunakenndur dokú-skáldskapur (e.docu-fiction) og fjallar um 13 ára stúlku Vanessku sem er greind með Tourette heilkennið og reynir hvað hún getur til að takast á við nýja veruleika sinn. Myndin komst inn á stærstu heimildarmyndahátíð í Mið -Evrópu, Jihlava film festival í Tékklandi,“ segir Eydís. Stilla úr Chrysalis. Braust út úr skelinni Þess má geta að konur eru í helstu hlutverkum fyrir framan og aftan vélina, tökukonan, framleiðandi, aðstoðarleikstjóri, tónlist og auðvitað handrit og leikstjórn. „Vanesska er aðeins 13 ára svo samkvæmt lögum höfðum við aðeins 7 tíma á dag með henni á tökustað og tvo daga í tökur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað við náðum að gera á þessum stutta tima miða við próduktsjónið. Ég er enn að átta mig á hvaða “genre” eða í hvað a flokk myndin er í en það er það sem ég elska við hana. Þetta er á milli skáldskapar og veruleika, súrrealísk en svo er hún einnig mjög stílfærð. Það er teiknimynd í myndinni sem var mjög skemmtilegt ferli sem ég vil gjarna gera meira af í framtíðinni,“ segir Eydís. „Vanesska er nýgreind með Tourette eða í febrúar á þessu ári svo ég varð að fara varlega og eyddi miklum tíma með henni svo hún upplifði mikið öryggi í kringum mig. Fyrir þá sem ekki vita eru helstu einkenni Tourette svonefndir kækir, sem eru tilgangslausar en óviðráðanlegar hreyfingar eða hljóð. Einnig fylgja oft áráttu- og þráhyggjueinkenni (OCD) og einkenni athyglisbrests og ofvirkni (ADHD) Vanesska elskaði verkefnið því ég bjó til draumkenndan karakter handa henni sem ég tel að hafi hjálpað hennar að brjótast út úr skelinni. Á þversagnarkenndan hátt er stundum gott að skapa karakter sem fær þinn eigin persónuleika að koma fram, ef það meikar séns.“ Stilla úr Chrysalis Billie Eilish ómetanleg Vanesska er ekki lærð leikkona og þetta var hennar fyrsta skipti fyrir framan myndavélina. „Ég skapaði ákveðna umgjörð eða heim fyrir hana svo hún varð óhræddari. Það eru allskonar hugmyndir sem ég vann með og fékk innblástur frá myndum eftir Maya Deren og Alejandro Jodorowsky. Ég hef velt fyrir mér Tourette heilkenninu í mörg ár, ég veit ekki af hverju, kannski vegna þess þetta er óútskýranlegt og ólæknanlegt. Ég gerði mikla rannsóknarvinnu og fór aftur til tíma þegar fólk vissi ekkert um þetta. Það var mjög erfitt að lesa um hvernig var komið fram við fólk fyrir hundrað árum eða tuttugu til þrjátíu árum sem er ekkert svo langt síðan. Ég hugsaði um fortíðina og hvað erfist í DNA á fólki, ef sjúkdómurinn erfist hvað þá langt aftur í tímann, erfast áföll ? Vannesska er svo heppin að búa í heimi þar sem átrúnaðargoðið hennar Billie Eilish talar opinskátt um sitt Tourrette. Það er alveg ómetanlegt.“ Tónskáldið Hildur Guðnadóttir tók við Óskarsverðlaunum, fyrst Íslendinga. Hún hefur einnig fengið Emmy, Grammy, BAFTA, Golden Globe, Critic's Choice og fleiri verðlaun.Getty Hreint ótrúlegt að fá Hildi Eydís segir að líf fólks með Tourette sé samt áskorun. „Hún hefur alveg upplifað það að fólk heldur að hún sé að leika, jafnvel kennarinn hennar hélt hún gæti stjórnað þessu og bara hætt. Ég var að hlusta mikið á Hildi þegar ég var að skrifa, svo þegar ég heyrði lagið hennar Opaque og gat ekki komið því úr hausnum á mér svo ég ákvað að prófa að spyrja. Fólkið í kringum mig og mentorinn minn héldu að ég væri eitthvað klikkuð að reyna ná í Óskarsverðlaunahafa en það tókst. Einn framleiðandi fannst það hreint ótrúlegt því hann átti svo erfitt með að fá Sigurrós í stóru myndina sína svo kem ég og næ í Hildi Guðnadóttur í litlu myndina mína. Við notuðum þá tækni að spila tónlistina hennar þegar við vorum í tökum, þá skapaðist rétta andrúmsloftið og atriðið varð að því sem það átti að vera.“ Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni Chrysalis en á síðunni Patreon er hægt að horfa á hana í heild sinni og styðja þannig við dreifingu á myndinni. C H R Y S A L IS - teaser from Eydís Eir Björnsdóttir on Vimeo. Tónlist Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Íslensk kona upplifði alvarlegt ofbeldisbrot í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þega hún dvaldi þar í landi árið 2014. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum. 29. desember 2018 20:15 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Eydís Eir er nýkomin heim frá Prag eftir nám í FAMU. Lokaverkefnið hennar var stuttmynd tekin á 16 mm filmu og er með tónlist eftir Hildi Guðnadóttur. Eydís var tilnefnd til Eddunnar 2019 fyrir stuttmynd sína Islandia sem var byggð á eigin reynslu þegar hún ferðaðist erlendis og lenti í fangelsi fyrir það eina að kæra ofbeldið sem hún var fyrir. Myndin ferðaðist á fjölmörg festivöl eins og hina virtu kvikmyndahátíð Austin film festival. „Chrysalis er hins vegar mjög ólík Islandia. Myndin er súrrealískur, tilraunakenndur dokú-skáldskapur (e.docu-fiction) og fjallar um 13 ára stúlku Vanessku sem er greind með Tourette heilkennið og reynir hvað hún getur til að takast á við nýja veruleika sinn. Myndin komst inn á stærstu heimildarmyndahátíð í Mið -Evrópu, Jihlava film festival í Tékklandi,“ segir Eydís. Stilla úr Chrysalis. Braust út úr skelinni Þess má geta að konur eru í helstu hlutverkum fyrir framan og aftan vélina, tökukonan, framleiðandi, aðstoðarleikstjóri, tónlist og auðvitað handrit og leikstjórn. „Vanesska er aðeins 13 ára svo samkvæmt lögum höfðum við aðeins 7 tíma á dag með henni á tökustað og tvo daga í tökur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað við náðum að gera á þessum stutta tima miða við próduktsjónið. Ég er enn að átta mig á hvaða “genre” eða í hvað a flokk myndin er í en það er það sem ég elska við hana. Þetta er á milli skáldskapar og veruleika, súrrealísk en svo er hún einnig mjög stílfærð. Það er teiknimynd í myndinni sem var mjög skemmtilegt ferli sem ég vil gjarna gera meira af í framtíðinni,“ segir Eydís. „Vanesska er nýgreind með Tourette eða í febrúar á þessu ári svo ég varð að fara varlega og eyddi miklum tíma með henni svo hún upplifði mikið öryggi í kringum mig. Fyrir þá sem ekki vita eru helstu einkenni Tourette svonefndir kækir, sem eru tilgangslausar en óviðráðanlegar hreyfingar eða hljóð. Einnig fylgja oft áráttu- og þráhyggjueinkenni (OCD) og einkenni athyglisbrests og ofvirkni (ADHD) Vanesska elskaði verkefnið því ég bjó til draumkenndan karakter handa henni sem ég tel að hafi hjálpað hennar að brjótast út úr skelinni. Á þversagnarkenndan hátt er stundum gott að skapa karakter sem fær þinn eigin persónuleika að koma fram, ef það meikar séns.“ Stilla úr Chrysalis Billie Eilish ómetanleg Vanesska er ekki lærð leikkona og þetta var hennar fyrsta skipti fyrir framan myndavélina. „Ég skapaði ákveðna umgjörð eða heim fyrir hana svo hún varð óhræddari. Það eru allskonar hugmyndir sem ég vann með og fékk innblástur frá myndum eftir Maya Deren og Alejandro Jodorowsky. Ég hef velt fyrir mér Tourette heilkenninu í mörg ár, ég veit ekki af hverju, kannski vegna þess þetta er óútskýranlegt og ólæknanlegt. Ég gerði mikla rannsóknarvinnu og fór aftur til tíma þegar fólk vissi ekkert um þetta. Það var mjög erfitt að lesa um hvernig var komið fram við fólk fyrir hundrað árum eða tuttugu til þrjátíu árum sem er ekkert svo langt síðan. Ég hugsaði um fortíðina og hvað erfist í DNA á fólki, ef sjúkdómurinn erfist hvað þá langt aftur í tímann, erfast áföll ? Vannesska er svo heppin að búa í heimi þar sem átrúnaðargoðið hennar Billie Eilish talar opinskátt um sitt Tourrette. Það er alveg ómetanlegt.“ Tónskáldið Hildur Guðnadóttir tók við Óskarsverðlaunum, fyrst Íslendinga. Hún hefur einnig fengið Emmy, Grammy, BAFTA, Golden Globe, Critic's Choice og fleiri verðlaun.Getty Hreint ótrúlegt að fá Hildi Eydís segir að líf fólks með Tourette sé samt áskorun. „Hún hefur alveg upplifað það að fólk heldur að hún sé að leika, jafnvel kennarinn hennar hélt hún gæti stjórnað þessu og bara hætt. Ég var að hlusta mikið á Hildi þegar ég var að skrifa, svo þegar ég heyrði lagið hennar Opaque og gat ekki komið því úr hausnum á mér svo ég ákvað að prófa að spyrja. Fólkið í kringum mig og mentorinn minn héldu að ég væri eitthvað klikkuð að reyna ná í Óskarsverðlaunahafa en það tókst. Einn framleiðandi fannst það hreint ótrúlegt því hann átti svo erfitt með að fá Sigurrós í stóru myndina sína svo kem ég og næ í Hildi Guðnadóttur í litlu myndina mína. Við notuðum þá tækni að spila tónlistina hennar þegar við vorum í tökum, þá skapaðist rétta andrúmsloftið og atriðið varð að því sem það átti að vera.“ Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni Chrysalis en á síðunni Patreon er hægt að horfa á hana í heild sinni og styðja þannig við dreifingu á myndinni. C H R Y S A L IS - teaser from Eydís Eir Björnsdóttir on Vimeo.
Tónlist Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Íslensk kona upplifði alvarlegt ofbeldisbrot í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þega hún dvaldi þar í landi árið 2014. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum. 29. desember 2018 20:15 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
„Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Íslensk kona upplifði alvarlegt ofbeldisbrot í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þega hún dvaldi þar í landi árið 2014. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum. 29. desember 2018 20:15
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið