Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 19:01 Jóhannes Karl Guðjónsson segist vera viss um það að Skagamenn geti unnið Mjólkurbikarinn. Mynd/Skjáskot ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. „Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira
„Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira