Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Þorgils Jónsson skrifar 15. október 2021 11:44 Sósíaldemókratar, Græningjar og Frjálslyndir Demókratar tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnapakka fyrir formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Sósíaldemókratar (SPD), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. „Við erum sannfærð um að við getum lokið metnaðarfullum málefnasamningi fyrir samsteypustjórn“, segir í tilkynningu frá flokkunum, en fréttastofa Deutsche Welle segir frá. „Undirbúningsviðræðurnar einkenndust af trausti, virðingu og gagnkvæmri tillitssemi og við viljum halda því áfram.“ Græningjar og FDP þurfa að leggja viðræðurnar fyrir flokksfólk áður en vinnan milli flokkanna hefst fyrir alvöru en það samþykki ætti að geta legið fyrir innan nokkurra daga. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í fararbroddi, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SPD): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Í viðræðunum var talið líklegast að tekist yrðu efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Nú virðast flokkarnir alla vegana hafa fundið samræðugrundvöll til að leysa úr ágreiningsmálum sín á milli. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. 30. september 2021 09:00 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
„Við erum sannfærð um að við getum lokið metnaðarfullum málefnasamningi fyrir samsteypustjórn“, segir í tilkynningu frá flokkunum, en fréttastofa Deutsche Welle segir frá. „Undirbúningsviðræðurnar einkenndust af trausti, virðingu og gagnkvæmri tillitssemi og við viljum halda því áfram.“ Græningjar og FDP þurfa að leggja viðræðurnar fyrir flokksfólk áður en vinnan milli flokkanna hefst fyrir alvöru en það samþykki ætti að geta legið fyrir innan nokkurra daga. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í fararbroddi, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SPD): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Í viðræðunum var talið líklegast að tekist yrðu efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Nú virðast flokkarnir alla vegana hafa fundið samræðugrundvöll til að leysa úr ágreiningsmálum sín á milli.
Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SPD): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. 30. september 2021 09:00 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29
Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57
Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. 30. september 2021 09:00
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47