Arnar Gunnlaugsson: „Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. október 2021 20:31 Arnar Gunnlaugsson segir að leikurinn á morgun sé hans draumaúrslitaleikur. Mynd/Skjáskot Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn á morgun þar sem að ÍA bíður þeirra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Arnar segist telja að Víkingar séu sigurstranglegri, og að þetta sé í raun draumaleikur fyrir hann sjálfan. „Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
„Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira