Græningjar samþykkja að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2021 08:23 Annalena Baerbock er annar leiðtoga Græningja og var kanslaraefni flokksins í nýafstöðnum kosningum. Við hlið hennar er Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmanna. Allt bendir til að Scholz muni taka við kanslaraembættinu af Angelu Merkel á næstu vikum. EPA Mikill meirihluti þýskra Græningja samþykkti í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Jafnaðarmenn (SPD) og Frjálslynda demókrata (FDP). Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44
Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01