Colin Powell látinn vegna Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 12:17 Colin Powell var fyrsti þeldökki utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann gegndi herþjónustu og særðist í Víetnam og varð síðar æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira