Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2021 21:31 Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar. Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar.
Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira