Anníe og Katrín keppa við hvor aðra á hverjum degi: Þetta er geðveikt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 08:30 Það geislaði af þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur í viðtalinu. S2 Sport Þetta eru sérstakir dagar hjá íslensku CrossFit konunum Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur. Í fyrsta sinn fá þær tækifæri til að undirbúa sig saman fyrir stórt mót. Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira