Anníe Mist: Þerna gerði ég mér grein fyrir því að ég er f-g sterk ennþá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir fór aðeins yfir síðustu heimsleika í viðtalinu. Instagram/@anniethorisdottir Annie Mist komst á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína Freyju Mist. Hún er enn að átta sig á því að hún hafi náð þessu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira