Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 11:28 Íslensk skip mega veiða allt að 662.064 tonn á komandi vertíð. Vísir/KMU Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda. Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjórarnir skiptu með sér 260 milljónum Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda.
Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjórarnir skiptu með sér 260 milljónum Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Sjá meira
Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29