Erlendir fagaðilar mæta á Bransaveislu ÚTÓN í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2021 08:41 Hildur Guðnadóttir tónskáld tekur þátt í Bransaveislunni í nóvember. Getty ÚTÓN stendur fyrir Bransaveislu fyrstu vikuna í nóvember. Um er að ræða viðburðarseríu sem unnið hefur verið að með samstarfsaðilum: STEF, Tónlistarborginni Reykjavík, INNI, Listaháskóla Íslands, SÍK, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og RIFF. „Undanfarin ár hefur ÚTÓN unnið náið með Airwaves Pro, ráðstefnuhluta Iceland Airwaves. Eitt af stærstu verkefnum okkar tengt ráðstefnunni hefur verið að bjóða hingað til lands framúrskarandi fagaðilum til tengslamyndunar við bransann hér heima. Það er bæði gert til að bjóða þeim að upplifa lifandi íslenska tónlist á heimavelli, en líka til að miðla af sinni miklu þekkingu til bæði tónlistarfólksins sjálfs og ekki síst fagfólks innan tónlistarbransans. Þegar í ljós kom að Airwaves yrði frestað um ár þá ákváðum við að halda okkar striki og bjóða mörgu af því fagfólki sem við höfðum þegar hafið samtal við að koma hingað til lands í Nóvember. Okkar markmið er ávallt að skapa tækifæri til útflutnings fyrir íslensk tónlistarverkefni þannig að hægt sé að dreifa og selja meiri af íslenskri tónlist,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Í kjölfar ævintýrarlegrar velgengni íslenskra kvikmyndatónskálda síðustu ára er fókusinn í ár á kvikmyndatónlist og þær starfsstéttir sem koma að því að tengja tónlistar- og kvikmyndageirana saman, en þá ber hæst að nefna tónlistarstjóra (e. Music Supervisor) og tónlistarforleggjara (e. Publisher) sem hefst á málþingi þess efnis þann 2. Nóvember. Auk þess fáum að kynnast ferlinu fyrir þáttaröðina ‘KATLA’ sem var alfarið framleidd hér á landi í Húsi Máls og Menningar, þar sem rætt verður við Högna Einarsson og Sigurjón Kjartansson og verður bein útsending frá því út í heim í samstarfi við NOMEX. Jafnframt bjóðum við upp á meistaranámskeið í umboðsmennsku, og pallborðsumræður um alþjóðlega samningagerð í tónlist með lögfræðingum sem hafa komið hingað erlendis frá og vinna meðal annars með margt af fremsta tónlistarfólki okkar tíma og fyrirtækja, og má þar nefna Hozier, Kobalt, Universal Music Group, Roger Waters, bú Amy Winehouse og George Michael, Coldplay, Florence and the Machine og margra fleiri.“ Stilla úr Netflix þáttunum Katla.Lilja Jónsdóttir/Netflix Hér fyrir neðan má sjá dagskránna: 2. nóvember 9-16: Tónabíó – Málþing um tónlist í kvikmyndum Málþing fyrir kvikmynda- og tónlistariðnaðinn um samspil þessara greina og þá sérstaklega um framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum. Margir af helstu sérfræðingum heims koma hingað til lands til að ræða við íslenska fagaðila í tónlist og kvikmyndum til að kynna hvernig þessar greinar geta best unnið saman. Það eru þau Thomas Golubic tónlistarráðgjafi m.a. fyrir þættina The Walking Dead og Breaking Bad, Tim Husom frá Redbird Music sem var meðal annars umboðsmaður Jóhanns heitins Jóhannssonar, Alfons Karabuda, forseta ECSA og IMC sem mun ræða uppkaupssamninga, Steve Schnur, sem er yfir tónlist hjá Electronic Arts leikjafyrirtækinu sem og okkar Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaunahafi sem samdi tónlistina fyrir meðal annars kvikmyndina Joker. Miðar á tix.is >> 3. nóvember 10-12: Meistaranámsekið í tónlistarstjórnunun fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti með Thomas Golubic (Breaking Bad, The Walking Dead) Í framhaldi af Tónabíói, málþingi um tónlist í kvikmyndum býðst tónskáldum og fagaðilum í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu kostur á að sækja meistaranámskeið (e. Masterclass) um tónlistarstjórnun með sjálfum Thomas Golubic. Takmarkað sætaframboð. Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >> 3. nóvember 15-18: Meistaranámskeið í umboðsmennsku með Jeremy Lascelles (Phoebe Bridgers, Bon Iver) ÚTÓN býður til landsins reynsluboltanum Jeremy Lascelles til að halda meistaranámskeið í umboðsmennsku (e. Management Masterclass), sérstaklega miðað að starfandi umboðsskrifstofum og fagaðilum. Takmarkað sætaframboð. Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >> 4. Nóvember 9-10: Tónlistin í sjónvarpsseríunni ‘KATLA’ – Morning Coffee with the Nordics LIVE Rætt verður hvernig hljóðsetning sjónvarpsseríunnar ‘KATLA’ var unnin, en hún var ein tíu vinsælustu þáttaraða á Netflix streymisveitunni í júní. Rætt verður við Högna Einarsson, tónskáld sem samdi tónlistina auk Sigurjóns Kjartanssonar sem er meðhöfundur og framleiðandi verkefnisins. Spyrill verður Colm O’Herlihy, stofnandi INNI, fyrsta tónlistarforleggjarafyrirtækis (e. Publishing) Íslands. Spjallið fer fram í Húsi Máls & Menningar á Laugavegi og er opin öllum, en fer einnig fram í streymi. Skráðu þig á Facebook viðburðinn > 4. Nóvember 10-12: Einstaklingsfundir með tónlistarforleggjurum STEF og ÚTÓN bjóða til landsins hópi af alþjóðlegum tónlistarforleggjurum (e. Publisher) en það eru þeir aðilar sem umsýsla höfundarétt fyrir tónverk á alþjóðamarkaði. Oft geta þessir samningar þýtt töluverðar tekjur fyrir tónskáld og lagahöfunda en henta ekki öllum. Markmiðið er ekki síst að dýpka skilning okkar á starfsemi tónlistarforleggjara. Alls verða sex tónlistarforleggjarar með einstaklingsfundi sem hægt er að sækja um fundi með. Takmarkað sætaframboð. Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >> 5. nóvember 10-12: Fyrirlestur um samstarf tónskálda og kvikmyndaframleiðenda með Thomas Golubic Thomas Golubic heldur fyrirlestur fyrir kvikmyndatónskáld sérstaklega með nytsamlegum heilræðum varðandi vinnuna með leikstjórum og framleiðendum sjónvarpsþátta. Skráðu þig á Facebook viðburðinn >> 5. nóvember 15-17:30: Inngangur í alþjóðlega samningagerð í tónlist + kokteill á skrifstofu INNI Við endum bransaveisluna á afslöppuðum hringborðsumræðum með virtum lögfræðingum sem ætla að kynna grunnatriði í alþjóðlegri samningagerð í tónlist. Hringborðið munu þau Alex Cole (Russells), Willie Ryan (INNI), Anna Tómasdóttir (Vík) skipa og verður umræðunum stýrt af Guðrúnu Björk, framkvæmdastjóra STEF. Skráðu þig á Facebook viðburðinn >> Tónlist Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Undanfarin ár hefur ÚTÓN unnið náið með Airwaves Pro, ráðstefnuhluta Iceland Airwaves. Eitt af stærstu verkefnum okkar tengt ráðstefnunni hefur verið að bjóða hingað til lands framúrskarandi fagaðilum til tengslamyndunar við bransann hér heima. Það er bæði gert til að bjóða þeim að upplifa lifandi íslenska tónlist á heimavelli, en líka til að miðla af sinni miklu þekkingu til bæði tónlistarfólksins sjálfs og ekki síst fagfólks innan tónlistarbransans. Þegar í ljós kom að Airwaves yrði frestað um ár þá ákváðum við að halda okkar striki og bjóða mörgu af því fagfólki sem við höfðum þegar hafið samtal við að koma hingað til lands í Nóvember. Okkar markmið er ávallt að skapa tækifæri til útflutnings fyrir íslensk tónlistarverkefni þannig að hægt sé að dreifa og selja meiri af íslenskri tónlist,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Í kjölfar ævintýrarlegrar velgengni íslenskra kvikmyndatónskálda síðustu ára er fókusinn í ár á kvikmyndatónlist og þær starfsstéttir sem koma að því að tengja tónlistar- og kvikmyndageirana saman, en þá ber hæst að nefna tónlistarstjóra (e. Music Supervisor) og tónlistarforleggjara (e. Publisher) sem hefst á málþingi þess efnis þann 2. Nóvember. Auk þess fáum að kynnast ferlinu fyrir þáttaröðina ‘KATLA’ sem var alfarið framleidd hér á landi í Húsi Máls og Menningar, þar sem rætt verður við Högna Einarsson og Sigurjón Kjartansson og verður bein útsending frá því út í heim í samstarfi við NOMEX. Jafnframt bjóðum við upp á meistaranámskeið í umboðsmennsku, og pallborðsumræður um alþjóðlega samningagerð í tónlist með lögfræðingum sem hafa komið hingað erlendis frá og vinna meðal annars með margt af fremsta tónlistarfólki okkar tíma og fyrirtækja, og má þar nefna Hozier, Kobalt, Universal Music Group, Roger Waters, bú Amy Winehouse og George Michael, Coldplay, Florence and the Machine og margra fleiri.“ Stilla úr Netflix þáttunum Katla.Lilja Jónsdóttir/Netflix Hér fyrir neðan má sjá dagskránna: 2. nóvember 9-16: Tónabíó – Málþing um tónlist í kvikmyndum Málþing fyrir kvikmynda- og tónlistariðnaðinn um samspil þessara greina og þá sérstaklega um framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum. Margir af helstu sérfræðingum heims koma hingað til lands til að ræða við íslenska fagaðila í tónlist og kvikmyndum til að kynna hvernig þessar greinar geta best unnið saman. Það eru þau Thomas Golubic tónlistarráðgjafi m.a. fyrir þættina The Walking Dead og Breaking Bad, Tim Husom frá Redbird Music sem var meðal annars umboðsmaður Jóhanns heitins Jóhannssonar, Alfons Karabuda, forseta ECSA og IMC sem mun ræða uppkaupssamninga, Steve Schnur, sem er yfir tónlist hjá Electronic Arts leikjafyrirtækinu sem og okkar Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaunahafi sem samdi tónlistina fyrir meðal annars kvikmyndina Joker. Miðar á tix.is >> 3. nóvember 10-12: Meistaranámsekið í tónlistarstjórnunun fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti með Thomas Golubic (Breaking Bad, The Walking Dead) Í framhaldi af Tónabíói, málþingi um tónlist í kvikmyndum býðst tónskáldum og fagaðilum í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu kostur á að sækja meistaranámskeið (e. Masterclass) um tónlistarstjórnun með sjálfum Thomas Golubic. Takmarkað sætaframboð. Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >> 3. nóvember 15-18: Meistaranámskeið í umboðsmennsku með Jeremy Lascelles (Phoebe Bridgers, Bon Iver) ÚTÓN býður til landsins reynsluboltanum Jeremy Lascelles til að halda meistaranámskeið í umboðsmennsku (e. Management Masterclass), sérstaklega miðað að starfandi umboðsskrifstofum og fagaðilum. Takmarkað sætaframboð. Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >> 4. Nóvember 9-10: Tónlistin í sjónvarpsseríunni ‘KATLA’ – Morning Coffee with the Nordics LIVE Rætt verður hvernig hljóðsetning sjónvarpsseríunnar ‘KATLA’ var unnin, en hún var ein tíu vinsælustu þáttaraða á Netflix streymisveitunni í júní. Rætt verður við Högna Einarsson, tónskáld sem samdi tónlistina auk Sigurjóns Kjartanssonar sem er meðhöfundur og framleiðandi verkefnisins. Spyrill verður Colm O’Herlihy, stofnandi INNI, fyrsta tónlistarforleggjarafyrirtækis (e. Publishing) Íslands. Spjallið fer fram í Húsi Máls & Menningar á Laugavegi og er opin öllum, en fer einnig fram í streymi. Skráðu þig á Facebook viðburðinn > 4. Nóvember 10-12: Einstaklingsfundir með tónlistarforleggjurum STEF og ÚTÓN bjóða til landsins hópi af alþjóðlegum tónlistarforleggjurum (e. Publisher) en það eru þeir aðilar sem umsýsla höfundarétt fyrir tónverk á alþjóðamarkaði. Oft geta þessir samningar þýtt töluverðar tekjur fyrir tónskáld og lagahöfunda en henta ekki öllum. Markmiðið er ekki síst að dýpka skilning okkar á starfsemi tónlistarforleggjara. Alls verða sex tónlistarforleggjarar með einstaklingsfundi sem hægt er að sækja um fundi með. Takmarkað sætaframboð. Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >> 5. nóvember 10-12: Fyrirlestur um samstarf tónskálda og kvikmyndaframleiðenda með Thomas Golubic Thomas Golubic heldur fyrirlestur fyrir kvikmyndatónskáld sérstaklega með nytsamlegum heilræðum varðandi vinnuna með leikstjórum og framleiðendum sjónvarpsþátta. Skráðu þig á Facebook viðburðinn >> 5. nóvember 15-17:30: Inngangur í alþjóðlega samningagerð í tónlist + kokteill á skrifstofu INNI Við endum bransaveisluna á afslöppuðum hringborðsumræðum með virtum lögfræðingum sem ætla að kynna grunnatriði í alþjóðlegri samningagerð í tónlist. Hringborðið munu þau Alex Cole (Russells), Willie Ryan (INNI), Anna Tómasdóttir (Vík) skipa og verður umræðunum stýrt af Guðrúnu Björk, framkvæmdastjóra STEF. Skráðu þig á Facebook viðburðinn >>
Tónlist Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira