Jólin komin á fullt í Rúmfatalagernum Rúmfatalagerinn 21. október 2021 08:46 Jólin eru komin í Rúmfatalagernum og hillurnar svigna undan fallegum jólavörum. Ljósaseríur og luktir vinsælar til að lýsa upp skammdegið. „Jólalínan frá Jysk í ár er einstaklega falleg og smart og höfðar til allra, í náttúrulegum litum í bland við gyllt, brons, silfur og hvítt. Það er mikið af basti og greni og fallegum jólakúlum, ljósaseríum og luktum. Fyrstu jólavörurnar komu inn um miðjan september,“ segir Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða. Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða Hún segir Íslendinga duglega við að lýsa upp skammdegið og jólaseríurnar fara vel af stað enda mjög vinsælar og í miklu úrvali. „Við eigum svo mikið úrval af fallegum seríum bæði úti og inni og af rafhlöðukertum og kertaluktum til að gera heimilið hlýlegt. Það er mjög fallegt að setja „warm white -seríur í vasa eða luktir nú þegar farið er að rökkva fyrr. Rafhlöðukertin eru mjög vinsæl og mætti eiginlega segja að þau séu til á hverju heimili. Það er líka gaman að setja seríur inni í barnaherbergi en yngsta kynslóðin er auðvitað lang spenntust fyrir jólunum og gaman fyrir þau að fá skraut inni í herbergi. Við eigum rafhlöðuseríur í öllum litum,“ segir Vilma og hvetur fólk til að koma við í verslunum Rúmfatalagersins og kíkja á útstillingarnar til að fá hugmyndir og komast í jólaskap. „Eitt mesta úrval jólavara er hjá Rúmfatalagernum en við pöntum alltaf jólavörur frá nokkrum framleiðendum til að eiga sem mest. Sumir vilja hafa minimalískan stíl meðan aðrir vilja hafa mikið skreytt og mikla liti. Fallega skreytt borð setur stemminguna og gerir allt jólalegra og við fengum til dæmis allskonar grenilengjur, fínlegar og þunnar með glimmeri og án. Þær er mjög fallegt að setja á mitt matarborðið og til eru fallegar diskamottur til að setja undir matardiskana, það setur skemmtilega hátíðarstemmingu. Svo er flott að setja eina ef ekki tvær jólakúlur á servíettuna á matardiskunum til að gera meiri hátíðarstemningu. Í verslunum okkar höfum við stillt upp fallegum útstillingum til að gefa hugmyndir að skreytingum,“ segir Vilma. Jól Verslun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Jólalínan frá Jysk í ár er einstaklega falleg og smart og höfðar til allra, í náttúrulegum litum í bland við gyllt, brons, silfur og hvítt. Það er mikið af basti og greni og fallegum jólakúlum, ljósaseríum og luktum. Fyrstu jólavörurnar komu inn um miðjan september,“ segir Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða. Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða Hún segir Íslendinga duglega við að lýsa upp skammdegið og jólaseríurnar fara vel af stað enda mjög vinsælar og í miklu úrvali. „Við eigum svo mikið úrval af fallegum seríum bæði úti og inni og af rafhlöðukertum og kertaluktum til að gera heimilið hlýlegt. Það er mjög fallegt að setja „warm white -seríur í vasa eða luktir nú þegar farið er að rökkva fyrr. Rafhlöðukertin eru mjög vinsæl og mætti eiginlega segja að þau séu til á hverju heimili. Það er líka gaman að setja seríur inni í barnaherbergi en yngsta kynslóðin er auðvitað lang spenntust fyrir jólunum og gaman fyrir þau að fá skraut inni í herbergi. Við eigum rafhlöðuseríur í öllum litum,“ segir Vilma og hvetur fólk til að koma við í verslunum Rúmfatalagersins og kíkja á útstillingarnar til að fá hugmyndir og komast í jólaskap. „Eitt mesta úrval jólavara er hjá Rúmfatalagernum en við pöntum alltaf jólavörur frá nokkrum framleiðendum til að eiga sem mest. Sumir vilja hafa minimalískan stíl meðan aðrir vilja hafa mikið skreytt og mikla liti. Fallega skreytt borð setur stemminguna og gerir allt jólalegra og við fengum til dæmis allskonar grenilengjur, fínlegar og þunnar með glimmeri og án. Þær er mjög fallegt að setja á mitt matarborðið og til eru fallegar diskamottur til að setja undir matardiskana, það setur skemmtilega hátíðarstemmingu. Svo er flott að setja eina ef ekki tvær jólakúlur á servíettuna á matardiskunum til að gera meiri hátíðarstemningu. Í verslunum okkar höfum við stillt upp fallegum útstillingum til að gefa hugmyndir að skreytingum,“ segir Vilma.
Jól Verslun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira