„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 18:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39