Hatursorðræða er ekki til Þórarinn Hjartarson skrifar 20. október 2021 11:01 Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun