Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2021 21:46 Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf. Eva Björk Ægisdóttir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið. Pósturinn Neytendur Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið.
Pósturinn Neytendur Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira