SA og VÍ svara Samkeppniseftirlitinu: „Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu?“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 18:25 Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands segja engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það sé ekki úr lausu lofti gripið að verðhækkanir séu líklegar og það sé í raun óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða. Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA. Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA.
Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira