„Ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2021 20:00 Kristján Ingi Mikaelsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Stöð 2 Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði sögulegu hámarki í vikunni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs telur öruggt að virðið haldi áfram að hækka á næstu árum en fólk verði að fara varlega, ætli það sér að fjárfesta. „Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján. Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján.
Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19
Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42