„Sjöundi vinurinn“ James Michael Tyler látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 22:04 Tyler var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Gunther. Getty/Paul Zimmerman James Michael Tyler, leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, er látinn. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. Samkvæmt yfirlýsingu frá umboðsmanni Tyler lést hann friðsamlega á heimili sínu í Los Angeles í morgun. „Ef þú hittir hann, þá áttir þú vin fyrir lífstíð,“ sagði í yfirlýsingunni. „Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Jennifer Carno; ást lífs hans.“ Tyler greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein árið 2018, sem breiddist seinna út í bein. Hann var ófeiminn við að ræða veikindi sín og hvatti karlmenn til að vera meðvitaðir um sjúkdóminn og fara í blóðprufu. Warner Bros. Television mourns the loss of James Michael Tyler, a beloved actor and integral part of our FRIENDS family. Our thoughts are with his family, friends, colleagues and fans. ❤️☕️ pic.twitter.com/9coGnT5BHz— FRIENDS (@FriendsTV) October 24, 2021 Gunther var ein ástsælasta aukapersónuna í sjónvarpsþáttunum Friends. Hann var yfirmaður á kaffihúsinu Central Perk og umbar hinn arfaslaka starfskraft Rachel Green, enda yfir sig ástafanginn af henni. „Heimurinn þekkti hann sem Gunther (sjöunda Vininn) en ástvinir Michael þekktu hann sem leikara, tónlistarmann, baráttumann og elskulegan eiginmann,“ sagði umboðsmaður Tyler. Tyler birtist stuttlega í endurfunda-útgáfu Friends í síðasta mánuði þar sem hann sagði að þau tíu ár þegar hann átti aðkomu að þáttunum hefðu verið þau eftirminnilegustu á ævinni. Fyrir sjónvarsunnendur er skammt stórra högga á milli en á dögunum var greint frá því að Willie Garson, sem lék Stanford í þáttunum Sex and the City, hefði látist úr briskrabbameini. Hann var 59 ára. BBC hefur tekið saman eftirminnileg atriðin með Gunther. Hollywood Bandaríkin Friends Bíó og sjónvarp Andlát Tengdar fréttir Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. 21. júní 2021 19:30 Hafði barist við krabbamein í brisi Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést. 22. september 2021 08:50 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá umboðsmanni Tyler lést hann friðsamlega á heimili sínu í Los Angeles í morgun. „Ef þú hittir hann, þá áttir þú vin fyrir lífstíð,“ sagði í yfirlýsingunni. „Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Jennifer Carno; ást lífs hans.“ Tyler greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein árið 2018, sem breiddist seinna út í bein. Hann var ófeiminn við að ræða veikindi sín og hvatti karlmenn til að vera meðvitaðir um sjúkdóminn og fara í blóðprufu. Warner Bros. Television mourns the loss of James Michael Tyler, a beloved actor and integral part of our FRIENDS family. Our thoughts are with his family, friends, colleagues and fans. ❤️☕️ pic.twitter.com/9coGnT5BHz— FRIENDS (@FriendsTV) October 24, 2021 Gunther var ein ástsælasta aukapersónuna í sjónvarpsþáttunum Friends. Hann var yfirmaður á kaffihúsinu Central Perk og umbar hinn arfaslaka starfskraft Rachel Green, enda yfir sig ástafanginn af henni. „Heimurinn þekkti hann sem Gunther (sjöunda Vininn) en ástvinir Michael þekktu hann sem leikara, tónlistarmann, baráttumann og elskulegan eiginmann,“ sagði umboðsmaður Tyler. Tyler birtist stuttlega í endurfunda-útgáfu Friends í síðasta mánuði þar sem hann sagði að þau tíu ár þegar hann átti aðkomu að þáttunum hefðu verið þau eftirminnilegustu á ævinni. Fyrir sjónvarsunnendur er skammt stórra högga á milli en á dögunum var greint frá því að Willie Garson, sem lék Stanford í þáttunum Sex and the City, hefði látist úr briskrabbameini. Hann var 59 ára. BBC hefur tekið saman eftirminnileg atriðin með Gunther.
Hollywood Bandaríkin Friends Bíó og sjónvarp Andlát Tengdar fréttir Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. 21. júní 2021 19:30 Hafði barist við krabbamein í brisi Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést. 22. september 2021 08:50 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. 21. júní 2021 19:30
Hafði barist við krabbamein í brisi Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést. 22. september 2021 08:50
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“