Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 08:21 Dynjandisfoss á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31