Undir stöðugu eftirliti og færðir í dómsal í lögreglubíl með ferðasalerni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 13:06 Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við aðstöðuna hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar. Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira