Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 20:00 Eftir ördeyfð í á annað ár fóru ferðamenn loksins að skila sér aftur til Íslands í sumar og hótel sem flest voru lokuð vegna faraldursins gátu opnað dyr sínar á ný. Stöð 2/Egill Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31
Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00