Íslendingar nýta nánast allan þorskinn Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 17:32 Um níutíu prósent þessara þorska verður nýttur. Vísir/Vilhelm Ný athugun Sjávarklasans á nýtingu á þorskafurðum hérlendis sýnir fram á að Íslendingar beri af öðrum sjávarútvegsþjóðum í þeim efnum og að nýtingin sé um níutíu prósent. Í skýrslu Sjávarklasans segir að Íslendingar hafi verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum um árabil. Verulega halli á þau lönd sem við berum okkur saman við en þó megi merkja vaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á vinnslu hliðarafurða. Mörg þeirra sýni áhuga á að læra af Íslendingum í þeim efnum. Sjávarklasinn skilgreinir fullvinnslu hliðarafurða sem nýtingu á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Nýting hliðarafurða hafi verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45 til 55 prósent af hvítfiski. Þarna sé um veruleg verðmæti að ræða sem fari í súginn hjá öðrum þjóðum. Hér liggji því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu. Fjölmörg fyrirtæki nýti hliðarafurðir Samkvæmt athugunum Sjávarklasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna langstærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýsingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þessara fyrirtækja um 35 prósent. Á listanum eru ekki meðtalin fyrirtæki sem nýta hliðarafurðir að óverulegu leyti í framleiðslu sinni. Sum þeirra nýta íslenskar hliðarafurðir í matvæla- eða gosdrykkjaframleiðslu og veitingastarfsemi, afskurð eða marning í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Töluvert fleiri íslensk fyrirtæki eru því á einn eða annan hátt tengd áframvinnslu hliðarafurða. Skýrslu Sjávarklasans má lesa í heild sinni hér. Sjávarútvegur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Í skýrslu Sjávarklasans segir að Íslendingar hafi verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum um árabil. Verulega halli á þau lönd sem við berum okkur saman við en þó megi merkja vaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á vinnslu hliðarafurða. Mörg þeirra sýni áhuga á að læra af Íslendingum í þeim efnum. Sjávarklasinn skilgreinir fullvinnslu hliðarafurða sem nýtingu á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Nýting hliðarafurða hafi verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45 til 55 prósent af hvítfiski. Þarna sé um veruleg verðmæti að ræða sem fari í súginn hjá öðrum þjóðum. Hér liggji því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu. Fjölmörg fyrirtæki nýti hliðarafurðir Samkvæmt athugunum Sjávarklasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna langstærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýsingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þessara fyrirtækja um 35 prósent. Á listanum eru ekki meðtalin fyrirtæki sem nýta hliðarafurðir að óverulegu leyti í framleiðslu sinni. Sum þeirra nýta íslenskar hliðarafurðir í matvæla- eða gosdrykkjaframleiðslu og veitingastarfsemi, afskurð eða marning í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Töluvert fleiri íslensk fyrirtæki eru því á einn eða annan hátt tengd áframvinnslu hliðarafurða. Skýrslu Sjávarklasans má lesa í heild sinni hér.
Sjávarútvegur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira