Íslendingar nýta nánast allan þorskinn Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 17:32 Um níutíu prósent þessara þorska verður nýttur. Vísir/Vilhelm Ný athugun Sjávarklasans á nýtingu á þorskafurðum hérlendis sýnir fram á að Íslendingar beri af öðrum sjávarútvegsþjóðum í þeim efnum og að nýtingin sé um níutíu prósent. Í skýrslu Sjávarklasans segir að Íslendingar hafi verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum um árabil. Verulega halli á þau lönd sem við berum okkur saman við en þó megi merkja vaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á vinnslu hliðarafurða. Mörg þeirra sýni áhuga á að læra af Íslendingum í þeim efnum. Sjávarklasinn skilgreinir fullvinnslu hliðarafurða sem nýtingu á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Nýting hliðarafurða hafi verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45 til 55 prósent af hvítfiski. Þarna sé um veruleg verðmæti að ræða sem fari í súginn hjá öðrum þjóðum. Hér liggji því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu. Fjölmörg fyrirtæki nýti hliðarafurðir Samkvæmt athugunum Sjávarklasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna langstærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýsingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þessara fyrirtækja um 35 prósent. Á listanum eru ekki meðtalin fyrirtæki sem nýta hliðarafurðir að óverulegu leyti í framleiðslu sinni. Sum þeirra nýta íslenskar hliðarafurðir í matvæla- eða gosdrykkjaframleiðslu og veitingastarfsemi, afskurð eða marning í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Töluvert fleiri íslensk fyrirtæki eru því á einn eða annan hátt tengd áframvinnslu hliðarafurða. Skýrslu Sjávarklasans má lesa í heild sinni hér. Sjávarútvegur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Í skýrslu Sjávarklasans segir að Íslendingar hafi verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum um árabil. Verulega halli á þau lönd sem við berum okkur saman við en þó megi merkja vaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á vinnslu hliðarafurða. Mörg þeirra sýni áhuga á að læra af Íslendingum í þeim efnum. Sjávarklasinn skilgreinir fullvinnslu hliðarafurða sem nýtingu á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Nýting hliðarafurða hafi verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45 til 55 prósent af hvítfiski. Þarna sé um veruleg verðmæti að ræða sem fari í súginn hjá öðrum þjóðum. Hér liggji því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu. Fjölmörg fyrirtæki nýti hliðarafurðir Samkvæmt athugunum Sjávarklasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna langstærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýsingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þessara fyrirtækja um 35 prósent. Á listanum eru ekki meðtalin fyrirtæki sem nýta hliðarafurðir að óverulegu leyti í framleiðslu sinni. Sum þeirra nýta íslenskar hliðarafurðir í matvæla- eða gosdrykkjaframleiðslu og veitingastarfsemi, afskurð eða marning í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Töluvert fleiri íslensk fyrirtæki eru því á einn eða annan hátt tengd áframvinnslu hliðarafurða. Skýrslu Sjávarklasans má lesa í heild sinni hér.
Sjávarútvegur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira