Sterkasta flugfreyja landsins býr í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2021 20:00 Anna Guðrún og þjálfari hennar, María Rún Þorsteinsdóttir hjá Crossfit Hengli í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Guðrún Halldórsdóttir í Hveragerði er líklega sterkasta flugfreyja landsins en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í Ólympskum lyftingum. Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira