Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2021 22:21 Frá hægri: Anna María Gunnarsdóttir, Magnús Þór Jónsson, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindarson og Hólmfríður Gísladóttir, stjórnandi Pallborðs dagsins. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan: Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan:
Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira